Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar