Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar 8. júlí 2025 16:02 Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun