Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 08:04 Mikill fjöldi hefur greinst í Texas. Myndin er tekin þar en þar hefur einnig tekist að fjölga bólusetningum. Vísir/Getty Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Fjallað er um málið á vef BBC og vísað í umfjöllun Johns Hopkins háskóla en þar segir að mislingar hafi greinst í 38 ríkjum á þessu ári og að minnsta kosti þrír hafi láti lífið og 155 verið lagðir inn á spítala. Um 92 prósent þeirra sem hafa greinst eru óbólusett eða ekki vitað hvort séu bólusett samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Staðan er verst í Texas þar sem um 700 tilfelli hafa verið skráð. Þá segir í fréttinni að staðan sé einnig slæm í Kansas og Mexíkó. Heilbrigðisstarfsmenn segja stöðuna versta í hverfum þar sem bólusetningarhlutfall er lágt, til dæmis meðal mennoníta sem kjósa að nota ekki nútímalæknavísindi. Þá segir að það hafi einnig áhrif að þeim hefur fjölgað sem eru á móti bólusetningum. Robert F Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur til dæmis dreift falsfréttum um barnabólusetningar og hefur gert lítið úr faraldrinum. Hann síðar lýsti því yfir að hann styðji MMR bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og að það væri skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir dreifingu mislinga. Útrýmdu sjúkdómnum 2000 Mislingafaraldur náði hámarki sínu árið 1990 í Bandaríkjunum þegar greind voru 28 þúsund tilfelli. Um tíu árum síðar var því svo lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum þegar tilfellin urðu færri en 90. Eftir 2014 byrjaði þeim svo aftur að fjölga og svo aftur árið 2019 þegar þau voru orðin 1.274. í ár eru þau orðin 1.277. Heilbrigðisstarfsmenn segja að ef ekkert verði gert verði ekki lengur hægt að segja að búið sé að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Þá segir í fréttinni að vegna faraldursins hafi bólusetningum fjölgað og að sem dæmi hafi um 173 þúsund verið bólusettir í upphafi árs. Bólusetning er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Bólusetningar virka með því að kenna ónæmiskerfinu hvernig á að berjast gegn sjúkdómi ef það kemst í snertingu við hann. Þetta dregur mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi til annarra. Fjallað hefur verið um mislingafaraldur í fleiri löndum síðustu mánuði. Í Bretlandi höfðu í fyrra ekki jafn margir greinst með mislinga síðan 2012. Þá hefur tilfellunum einnig fjölgað í Kanada en á þessu ári hafa verið tilkynnt um þrjú þúsund tilfelli. Sóttvarnalæknir fór í átak á Íslandi í fyrra í kjölfar þess að hér greindust einstaklingur með mislinga. Í febrúar 2024 kom upp eitt tilfelli mislinga á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til bólusetningar til að draga úr líkum á útbreiðslu hjá þeim sem voru útsettir fyrir hinum smitaða. Annað mislingatilfelli greindist svo í apríl á landsbyggðinni og var gripið til sömu ráðstafana. Engin tilfelli til viðbótar komu fram í kjölfarið á þessum tveimur tilfellum samkvæmt skýrslu sóttvarnalæknis sem kom út í mánuðinum. Á vef landlæknis segir um mislinga: „Mislingar (e. measles) er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur sumum einstaklingum en besta forvörnin er bólusetning. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45 Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00 Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Fjallað er um málið á vef BBC og vísað í umfjöllun Johns Hopkins háskóla en þar segir að mislingar hafi greinst í 38 ríkjum á þessu ári og að minnsta kosti þrír hafi láti lífið og 155 verið lagðir inn á spítala. Um 92 prósent þeirra sem hafa greinst eru óbólusett eða ekki vitað hvort séu bólusett samkvæmt Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna. Staðan er verst í Texas þar sem um 700 tilfelli hafa verið skráð. Þá segir í fréttinni að staðan sé einnig slæm í Kansas og Mexíkó. Heilbrigðisstarfsmenn segja stöðuna versta í hverfum þar sem bólusetningarhlutfall er lágt, til dæmis meðal mennoníta sem kjósa að nota ekki nútímalæknavísindi. Þá segir að það hafi einnig áhrif að þeim hefur fjölgað sem eru á móti bólusetningum. Robert F Kennedy Jr, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur til dæmis dreift falsfréttum um barnabólusetningar og hefur gert lítið úr faraldrinum. Hann síðar lýsti því yfir að hann styðji MMR bólusetningu við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og að það væri skilvirkasta leiðin til að koma í veg fyrir dreifingu mislinga. Útrýmdu sjúkdómnum 2000 Mislingafaraldur náði hámarki sínu árið 1990 í Bandaríkjunum þegar greind voru 28 þúsund tilfelli. Um tíu árum síðar var því svo lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum þegar tilfellin urðu færri en 90. Eftir 2014 byrjaði þeim svo aftur að fjölga og svo aftur árið 2019 þegar þau voru orðin 1.274. í ár eru þau orðin 1.277. Heilbrigðisstarfsmenn segja að ef ekkert verði gert verði ekki lengur hægt að segja að búið sé að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Þá segir í fréttinni að vegna faraldursins hafi bólusetningum fjölgað og að sem dæmi hafi um 173 þúsund verið bólusettir í upphafi árs. Bólusetning er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Bólusetningar virka með því að kenna ónæmiskerfinu hvernig á að berjast gegn sjúkdómi ef það kemst í snertingu við hann. Þetta dregur mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi til annarra. Fjallað hefur verið um mislingafaraldur í fleiri löndum síðustu mánuði. Í Bretlandi höfðu í fyrra ekki jafn margir greinst með mislinga síðan 2012. Þá hefur tilfellunum einnig fjölgað í Kanada en á þessu ári hafa verið tilkynnt um þrjú þúsund tilfelli. Sóttvarnalæknir fór í átak á Íslandi í fyrra í kjölfar þess að hér greindust einstaklingur með mislinga. Í febrúar 2024 kom upp eitt tilfelli mislinga á höfuðborgarsvæðinu og var gripið til bólusetningar til að draga úr líkum á útbreiðslu hjá þeim sem voru útsettir fyrir hinum smitaða. Annað mislingatilfelli greindist svo í apríl á landsbyggðinni og var gripið til sömu ráðstafana. Engin tilfelli til viðbótar komu fram í kjölfarið á þessum tveimur tilfellum samkvæmt skýrslu sóttvarnalæknis sem kom út í mánuðinum. Á vef landlæknis segir um mislinga: „Mislingar (e. measles) er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur sumum einstaklingum en besta forvörnin er bólusetning. Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúmsloftið.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45 Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00 Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. 24. apríl 2024 13:45
Lá milli heims og helju eftir mislingasmit Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af. Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 25. febrúar 2024 08:00
Ákveðnir árgangar hvorki bólusettir við mislingum né hettusótt Nýlega hafa greinst á Íslandi bæði mislingar og hettusótt. Sama bóluefni er notað við þessum sjúkdómum en fólk fætt á bilinu 1975 til 1987 er margt ekki fullbólusett. Bóluefni standa fólki til boða en þó ekki nema það hafi verið útsett eða á leið til útlanda. 16. febrúar 2024 13:01