Skildi vegabréfið eftir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:41 Jóhann Páll í pontu á COP30 í Belém í Brasilíu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti við að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra. Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira