Skildi vegabréfið eftir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:41 Jóhann Páll í pontu á COP30 í Belém í Brasilíu. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var að hefja erindi á COP30 ráðstefnunni þegar eldur brast út. Í flýti sínu til að komast út skildi sendinefnd Íslands eftir vegabréf og allan farangurinn. Tvísýnt var hvort þau næðu flugferðinni heim á miðnætti, og þá með allan farangurinn. Að lokum fengu þau að sækja farangurinn sem varð eftir og vegabréf ráðherra. Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Loftslagsráðstefnan COP30 fer fram í borginni Belem í Brasilíu og sótti íslensk sendinefnd ráðstefnuna, þeirra á meðal ráðherrann Jóhann Páll. Klukkan tvö að staðartíma í dag kviknaði eldur á svæðinu og þurftu um fimmtíu þúsund ráðstefnugestir að forða sér út. Þegar fregnir bárust af eldinum var Jóhann Páll að opna viðburð á ráðstefnunni en var skyndilega stöðvaður. Sendinefndin var á leið út á flugvöll í kjölfar fundarins og var því með allan farangurinn meðferðis. Þau þurftu hins vegar að flýta sér út og varð farangurinn eftir. Hér má sjá viðbrögð Jóhanns Páls við eldinum. Klippa: Eldur á COP30 Í samtali við fréttastofu segir Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður Jóhanns Páls, að svæðið verði í fyrsta lagi opnað klukkan átta að staðartíma, en flug nefndarinnar er um miðnætti. „Það gæti náðst að við náum í farangurinn því flugið er upp úr miðnætti en svo er hægt að fá neyðarvegabréf,“ segir Jóna Þórey. Þau voru í sambandi við ræðismann Íslendinga í Brasilíu þurfi þau á neyðarvegabréfum að halda. Nokkrir valkostir voru í stöðunni að sögn Jónu Þóreyar, til dæmis að skilja einfaldlega farangurinn eftir og nýta sér neyðarvegabréf til að komast heim til Íslands. Sagan endaði þó vel þar sem íslensku sendinefndinni var hleypt inn á svæðið rétt fyrir klukkan sex að staðartíma og nær því fluginu heim til Íslands. Fréttin var uppfærð eftir að sendinefndin fékk aftur farangurinn og vegabréfin.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira