Magnús Guðmundsson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2025 10:40 Magnús á sólríkum sumardegi árið 2020. Magnús Elías Guðmundsson Magnús Elías Guðmundsson, blaða- og kvikmyndagerðarmaður, er látinn 71 árs að aldri eftir erfið veikindi síðustu ár. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Magnús starfaði í mörg ár sem blaðamaður fyrir dönsku fréttastofuna Ritzau, bæði í Danmörku og á Íslandi. Hann stofnaði síðar kvikmyndafyrirtækið Megafilm og framleiddi þætti og heimildarmyndir. Magnús vakti fyrst alþjóðaathygli þegar hann gerði heimildarmyndina Lífsbjörg í Norðurhöfum árið 1989. Hún var gerð fyrir alþjóðamarkað og því ensku. Grænfriðungar fóru fram á lögbann á Lífsbjörg í Norðurhöfum árið 1989 sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu en því var hafnað. Magnús var í miðpunkti heimspressunnar árið 1993 þegar fréttaskýringaþátturinn 60 minutes á Nýja-Sjálandi fjallaði um að Grænfriðungar hefðu stundað víðtækar njósnir um Magnús vegna heimildarmyndarinnar. Í umfjöllun Pressunnar sem komst yfir skjöl frá Grænfriðungum kom fram að Magnús hefði verið samtökunum sérstaklega hugleikinn „og fylla upplýsingar um hann og mynd hans hundruð blaðsíðna“. Magnús sagði þetta ekki koma honum á óvart og sýna að Grænfriðungar væru vafasöm samtök og framkoma þeirra æði sjúkleg. Var Magnús kallaður Hvala-Magnús eða Magnús í Hvalnum í umfjölluninni. Fjórum árum síðar gerði hann heimildarmyndina Paradís endurheimt sem sýnd var í sjónvarpi á Norðurlöndum. Magnús glímdi við erfið veikindi síðustu fimm árin og lést í Kaupmannahöfn þann 26. október þar sem útför hans fór fram. Hann lætur eftir sig fimm uppkomin börn og barnabörn. Andlát Danmörk Hvalveiðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnús starfaði í mörg ár sem blaðamaður fyrir dönsku fréttastofuna Ritzau, bæði í Danmörku og á Íslandi. Hann stofnaði síðar kvikmyndafyrirtækið Megafilm og framleiddi þætti og heimildarmyndir. Magnús vakti fyrst alþjóðaathygli þegar hann gerði heimildarmyndina Lífsbjörg í Norðurhöfum árið 1989. Hún var gerð fyrir alþjóðamarkað og því ensku. Grænfriðungar fóru fram á lögbann á Lífsbjörg í Norðurhöfum árið 1989 sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu en því var hafnað. Magnús var í miðpunkti heimspressunnar árið 1993 þegar fréttaskýringaþátturinn 60 minutes á Nýja-Sjálandi fjallaði um að Grænfriðungar hefðu stundað víðtækar njósnir um Magnús vegna heimildarmyndarinnar. Í umfjöllun Pressunnar sem komst yfir skjöl frá Grænfriðungum kom fram að Magnús hefði verið samtökunum sérstaklega hugleikinn „og fylla upplýsingar um hann og mynd hans hundruð blaðsíðna“. Magnús sagði þetta ekki koma honum á óvart og sýna að Grænfriðungar væru vafasöm samtök og framkoma þeirra æði sjúkleg. Var Magnús kallaður Hvala-Magnús eða Magnús í Hvalnum í umfjölluninni. Fjórum árum síðar gerði hann heimildarmyndina Paradís endurheimt sem sýnd var í sjónvarpi á Norðurlöndum. Magnús glímdi við erfið veikindi síðustu fimm árin og lést í Kaupmannahöfn þann 26. október þar sem útför hans fór fram. Hann lætur eftir sig fimm uppkomin börn og barnabörn.
Andlát Danmörk Hvalveiðar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira