Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2025 18:00 Filippa Angeldahl fagnar sigurmarki sínu með Johannu Rytting Kaneryd. Getty/Giuseppe Velletri Svíþjóð vann 1-0 sigur á Danmörku í nágrannaslag á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á mótinu. Filippa Angeldal skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Danska stórstjarnan Pernille Harder var hársbreidd frá því að jafna metin á lokamínútunum þegar hún hátti þrumuskot í slána en þær sænsku sluppu þar með skrekkinn. Sigurmarkið hjá Angeldal kom eftir frábært þríhyrningaspil við Kosovare Asllani. Svíþjóð hafði unnið 6-1 stórsigur á Dönum í Þjóðadeildinni fyrr í sumar en dönsku stelpurnar lærðu greinilega á þeim skelli. Sænska liðið var samt mun betra liðið, meira með boltann og skapaði sér mun betri færi. Danska liðið sótti í sig veðrið á lokamínútunum og reyndi að fá eitthvað út úr leiknum. Það tókst ekki og Svíarnir eru í fínum málum í riðlinum sem inniheldur einnig Þýskaland og Pólland. EM 2025 í Sviss Fótbolti
Svíþjóð vann 1-0 sigur á Danmörku í nágrannaslag á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Sviss í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á mótinu. Filippa Angeldal skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Danska stórstjarnan Pernille Harder var hársbreidd frá því að jafna metin á lokamínútunum þegar hún hátti þrumuskot í slána en þær sænsku sluppu þar með skrekkinn. Sigurmarkið hjá Angeldal kom eftir frábært þríhyrningaspil við Kosovare Asllani. Svíþjóð hafði unnið 6-1 stórsigur á Dönum í Þjóðadeildinni fyrr í sumar en dönsku stelpurnar lærðu greinilega á þeim skelli. Sænska liðið var samt mun betra liðið, meira með boltann og skapaði sér mun betri færi. Danska liðið sótti í sig veðrið á lokamínútunum og reyndi að fá eitthvað út úr leiknum. Það tókst ekki og Svíarnir eru í fínum málum í riðlinum sem inniheldur einnig Þýskaland og Pólland.