Íslenski boltinn

Njarðvíkingar flugu á toppinn með stór­sigri í Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er gaman hjá Njarðvíkingum þessa dagana í fótboltanum.
Það er gaman hjá Njarðvíkingum þessa dagana í fótboltanum. @njardvikfc

Njarðvíkingar eru á toppnum í Lengjudeild karla í fótbolta eftir stórsigur á Grindavík í kvöld. Þetta var gott kvöld fyrir Reykjanesbæ því Keflvíkingar unnu líka sinn leik og þar var langþráður sigur á ferðinni.

Njarðvík vann Grindavík 5-1 eftir að hafa komist í 4-0 í fyrri hálfleiknum.

Njarðvík er með 23 stig eða einu stigi meira en ÍR-ingar sem eiga leik inni. Njarðvíkingar hafa ekki enn tapað í deildinni, eru með sex sigra og fimm jafntefli í ellefu leikjum.

Fjórir Njarðvíkingar skoruðu í fyrri hálfleiknum. Oumar Diouck skoraði á 8. mínútu, Dominik Radic skoraði á tólftu mínútu, Valdimar Jóhannsson skoraði á tuttugustu mínútu og loks skoraði Amin Cosic á 22. mínútu.

Radic skoraði sitt annað mark á 60. mínútu og kom Njarðvíkurliðinu þar með í 5-0.

Adam Árni Róbertsson minnkaði muninn í 5-1 á 63. mínútu og að reyndust vera lokatölurnar.

Reynsluboltinn Frans Elvarsson kom inn á sem varamaður og tryggði Keflavík 3-2 sigur á Selfossi.

Frans skoraði sigurmarkið á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður aðeins fjórum mínútum áður.

Þetta var langþráður sigur hjá Keflavíkurliðinu sem var búið að spila fimm deildarleiki í röð án sigurs og fagnaði sínum fyrsta sigri frá 23. maí.

Keflvíkingar komust tvisvar yfir á fyrstu fimmtán mínútunum en Selfyssingar jöfnuðu í bæði skiptin.

Ari Steinn Guðmundsson kom Keflavík í 1-0 á annarri mínútu en Reynir Freyr Sveinsson jafnaði fimm mínútum síðar.

Muhamed Alghoul kom Keflavík aftur yfir á 15. mínútu en Alexander Clive Vokes jafnaði metin þremur mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×