Fótbolti

Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cole Palmer og félagar í Chelsea fagna sigri í Sambandsdeildinni í vor.
Cole Palmer og félagar í Chelsea fagna sigri í Sambandsdeildinni í vor. Getty/James Gill

Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað stórliðin Barcelona og Chelsea um risastórar upphæðir vegna brota þeirra á rekstrarreglum sambandsins.

Enska úrvalsdeildafélagið Chelsea fær tuttugu milljóna evru sekt sem jafngildir 2,9 milljörðum íslenskra króna.

Spænska félagið Barcelona fær fimmtán milljóna evru sekt sem jafngildir 2,1 milljarði íslenskra króna.

Bæði félög sættu rannsókn á rekstri sínum í langan tíma og nú er niðurstaðan klár. ESPN segir frá.

Chelsea hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn undanfarin ár en ólíkt ensku úrvalsdeildinni þá sætti UEFA sig ekki við það að sala á tveimur hótelum árið 2022 kæmi á móti þeirri eyðslu.

Rekstur Barcelona hefur verið mjög þungur, þeir misstu frá sér Lionel Messi af því að þeir komu samningi hans ekki undir launaþak spænsku deildarinnar og hefur líka gengið mjög illa að fá keppnisleyfi fyrir nýja leikmenn undanfarin misseri.

Sekt Chelsea deilir nú metinu yfir hæstu sekt frá UEFA með Manchester City og Paris Saint-Germain frá 2024.

Þetta þýðir jafnframt að bæði félög eiga von á enn stærri sektum gerðist þau aftur brotlega á rekstrarreglum UEFA á næstu tímabilum.

Fleiri félög fengu einnig sekt eða: Olympique Lyon (12,5 milljónir evra), Aston Villa (11 milljónir evra) og AS Roma (3 milljónir evra).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×