Fótbolti

Taka heil­ræði Höllu for­seta með sér inn í næstu leiki

Aron Guðmundsson skrifar
Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, hafa gert mikið fyrir leikmenn eftir svekkjandi tap gegn Finnum í fyrsta leik á EM.
Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, hafa gert mikið fyrir leikmenn eftir svekkjandi tap gegn Finnum í fyrsta leik á EM.

Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum.

Framundan er leikur gegn heimakonum í Sviss á sunnudaginn kemur fyrir troðfullum velli í Bern og allt undir því bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu. 

Agla María er ein þeirra leikmanna sem heimsókn forseta Íslands hafði góð áhrif á en Halla flutti ræðu þar sem meðal annars var komið inn á orðatiltækið Fall er farar heill og tengdi Halla það bæði við vegferð stelpnanna á EM en ekki síður sína eigin vegferð.

Klippa: Heimsókn forseta hafði góð áhrif

„Mér fannst þetta bara virkilega vel orðað hjá henni og gaman því maður vissi hvernig hennar saga í þessu er,“ segir Agla María í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Mér fannst virkilega gott hjá henni að koma inn á þetta. Það skiptir ekki máli hvort þú sért að byrja í eitt prósent fylgi eða fjórum prósentum. Aðalmálið er hvernig þú endar þetta. Við tókum það svolítið með okkur inn í framhaldið.“

Ísland og Sviss mætast í Bern klukkan sjö að kvöldi til á sunnudaginn næstkomandi. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun miðla Sýnar um EM 2025 í Sviss má finna í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan:   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×