Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 16:03 Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Anton Brink Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira
Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Sjá meira