Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 16:03 Katla Tryggvadóttir er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska kvennalandsliðinu Vísir/Anton Brink Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Katla var, að mati undirritaðs, ein af ljósu punktunum við leik íslenska liðsins gegn Finnlandi í fyrstu umferð riðlakeppni EM á dögunum. Leikurinn tapaðist 1-0 en innkoma Kötlu í seinni hálfleik hleypti af stað ferskum vindum um lið Íslands. Katla er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstads og það þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu ára gömul. Það segir margt um hennar eiginleika sem fótboltakonu og leiðtoga. Hún segir vonbrigðin eftir leikinn gegn Finnlandi nú á bak og burt. Leikmenn séu búnir að þjappa sér saman og komnar á núllpunkt núna. Klippa: Tvítugi fyrirliðinn setur liðið ávallt í fyrsta sæti Leikurinn gegn Finnum var fyrsti leikur Kötlu á stórmóti, hún segir það ótrúlega gaman fyrir sig að ná þeim áfanga en að hagur liðsins verði alltaf í fyrsta sæti. „Stór áfangi að spila á EM en í stóru myndinni er þetta alltaf bara aukaatriði þar sem að liðið er allt að vinna að sama markmiði.“ Liðið er alltaf í fyrsta sæti? „Alltaf.“ Áræðni Kötlu og óttaleysi vakti athygli í leiknum gegn Finnum en með hvaða hugarfari kom hún inn í leikinn? „Ég ætlaði bara að gefa stelpunum í kringum mig eins mikla orku og ég gat, kýla á þetta. Við höfðum engu að tapa, þurftum mark og ég vildi bara kýla á þetta.“ Fyrirliðinn í Kristianstad breytir ekki út af vananum þó svo að hún komi inn í landsliðshóp með reyndari leikmönnum og miklum leiðtogum. „Ég er bara ég sjálf hérna og það er ótrúlega gott að finna að maður getur verið maður sjálfur í hóp. Ég breyti mér ekkert sem leikmanni eða persónu hvort sem ég er hér eða í Kristianstad.“ Að spila á stórmóti sé draumur að verða að veruleika. „Þetta er bara eitthvað sem manni dreymir um, hefur verið markmiðið alveg frá því að ég man eftir mér. Að spila á stórmóti. Það er bara geggjuð upplifun.“ Leikmenn landsliðsins fengu smá frítíma í gær og Katla nýtti þann frítíma vel. „Ég hitti fjölskylduna mína. Mjög gott og kærkomið að geta varið smá tíma með þeim. Sérstaklega því ég bý úti í Svíþjóð og maður hittir þau ekkert alltaf. Það var mjög gott að geta hitt þau.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn