Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2025 15:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun