Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. júní 2025 16:03 Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun