Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. júní 2025 08:30 Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun