Takk Trump! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 24. júní 2025 15:01 Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun