Takk Trump! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 24. júní 2025 15:01 Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun