Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar 20. júní 2025 09:00 Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun