Pólítískt hugrekki Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 20. júní 2025 09:00 Loksins, loksins! Nú liggur fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris. Það kann við fyrstu sýn að virðast sem sú breyting, að örorkulífeyrir hækki hækka í samræmi við við launaþróun en aldrei minna en verðlag vísitölu neysluverðs, geti ekki verið mjög mikil. En hún breytir miklu og bætir stöðu og lífskjör öryrkja. Áfram á að tryggja að hækkunin verði aldrei minni en sú hækkun sem verður á verðlagi. Þetta á að gera til að stuðla að því að lífeyririnn fylgi almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggja að lífeyristakar dragist ekki aftur úr í kaupmætti eins og afar lengi hefur verið raunin. En hversu mikil var kjaragliðnunin nú? Ef við tökum örorkulífeyrinn sem dæmi, þá er hann rúmlega 100.000 kr. lægri en lægstu launtaxtar. Flestar viðmiðunarupphæðir skerðingamarka eins og fjármagnstekna og lífeyrissjóðstekna hafa ekki hækkað síðan árið 2009 sem þýðir í raun að þau hafi verið fryst. Þá hlýtur öllum að vera ljóst hvílíkt óréttlæti það er,en þetta hefur hefur líka þýtt að örorkulífeyristakar hafa dregist aftur úr í kaupmætti á mjög löngu tímabili og það þarfnast tafarlausrar endurskoðunar. Aldursviðbótin er líka sanngirnismál Breytingarnar varðandi launavísitöluna munu binda enda á ólíkindanlegan og ósanngjarnan útreikning ríkisvaldins hingað til á viðmiðum örorkulífeyris samkvæmt lögum. Í valdatíð þessarar ríkistjórnar mun því hagur örorkulífeyristaka vondandi fara batnandi. Það skiptir máli hver er við völd og hverjir hafa pólítískt hugrekki til þess að hugsa til jaðarsettra hópa. Jafnaðarstefnan virkar. Annað réttlætismál er aldursviðbótin, sem fatlað fólk sem hingað til hefur fengið eftir því á hvaða aldri það veikist eða verður fyrir slysi sem leiðir til örorku. Hingað til hefur þessi viðbót fallið niður við 67 ára aldur, þegar fatlað fólk kemst á ellilífeyri. Þessi aldursupphæð er ekki há og verður 31.290 kr. nýju frumvarpi og skattskyld eins og örorkulífeyrinn og tekjur annarra þjóðfélagshópa. Það er sanngirnismál að aldursviðbótin haldist ævilangt, eins og áðurnefnd ríkisstjórn leggur til – og er mikið gleðiefni. Um mannréttindi öryrkja Nýleg rannsókn Vörðu rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sýnir, að um þriðjungur fatlaðs fólks á Íslandi býr við efnislegan skort eða verulegan efnahagslegan skort og eru einstæðir foreldrar í séstökum áhættuflokki. Meira en helmingur öryrkja metur fjárhagsstöðu sína slæma.Um 70% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 80.000 kr. án þess að stofna til skuldar og húsnæðiskostnaður er þung byrði um tæplega helmings fatlaðs fólks. Þá býr sjö af hverjum tíu við slæma andlega líðan. Þrátt fyrir þessar og fleiri staðreyndir eru alltaf einhverjir sem velta fyrir sér hugsanlegum kostnaði við að bæta lífsskilyrði fatlaðs fólks. En fátækt og slæm andleg líðan er líka kostnaðarsöm fyrir samfélagið og áformaðar breytingar munu ef vill ekki leiða til þess að hvoru tveggja taki stakkaskiptum,en eru vissulega skref í rétta átt til þess skilnings að fatlað fólk eigi kröfu til fullra mannréttinda og jafngildrar þátttöku í samfélaginu. Jöfnun tækifæra Fötlun og örorka hafa verið vaxandi viðfangsefni vestrænna velferðarríkja síðustu áratugi og skýrist það m.a. af hækkandi lífaldri, en sjúkdómar og jafnvel almennt lífsstrit er líklegra til að henda fólk eftir miðjan aldur. Annað sem kemur til er það bæði til að hugmyndir um mannréttindi minnihlutahópa, jöfnun tækifæra og bætt kjör þeirra sem ekki eru í stakk búin að til að vera á hinum venjulega vinnumarkaði eiga nú frekar upp á pallborðið. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur við i þann 1. september nk. en lög þess efnis tóku gildi í tíð síðustu ríkisstjórnar, einkum að undirlagi þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundar Inga Guðbrandssonar, sem var ráðherra VG. Í nýja kerfinu eru færri greiðsluflokkar en í hinu eldra, aukinn hvati til atvinnuþátttöku og það er sagt að það sé gagnsærra en hið gamla auk þess sem dregið er úr tekjutengingum að einhverju marki. Það er ekki komin reynsla á þetta nýja kerfi en það er von um að aukin tækifæri á vinnumarkaði verði til þess að bæta kjör og lífsgæði öryrkja. Það er því mikilvægt að störfin séu til í veruleikanum og þá bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði en til þessa hefur sú ekki verið raunin. Almenni vinnumarkaðurinn verður líka að koma til móts við það fólk sem er á örorku og getur unnið hlutastörf. Verður fólk að iðjuleysingum? Almannatryggingum ríkra samfélaga hefur verið ætlað að tryggja fólki sem orðið hefur fyrir slysi eða sjúkdómi og verður í kjölfar þess fyrir skerðingu á lífsviðurværi sínu, launaðri atvinnu, lífeyri sem gerir þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi. Það skiptir því máli að tryggja öryrkjum viðundandi framfærslutekjur, annað er dýrara. Þá skiptir einnig máli að stuðla að því að fatlað fólk fái raunhæf tækifæri til að vera virkir meðlimir í samfélagsfjölskyldunni. Nú hafa verið stigin tvö og jafnvel þrjú skref að því markmiði og er það vel. Tryggingavernd almennings á að vera víðtæk og virk – hún á ekki að vera draumsýn. Það gæti vissulega verið einhver útgjaldaaukning í krónum talið en ávinngurinn fyrir samfélagið í heild bætir hana upp. Í hagfræðinni er gjarnan talað um að hætta sé á ferðum ef lífeyrisréttur öryrkja sé of góður miðað við t.d. lægstu laun. Það geti haft í för með sér að fólk freistist til að hverfa frá vinnu og velji sér líf á ,,bótum” í stað þess að velja sjálfsbjörg með atvinnuþátttöku. Forsendur útreiknings á lífeyri öryrkja eru mjög breytilegar og fara m.a. eftir ýmsum skerðingum eins og atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna, Ef við tökum sem dæmi einstaklings sem býr ekki einn (og er þá án heimilisuppbótar) og aldursviðbótin er lág miðað við kerfið í dag þá er umhæðin um 360 þúsund fyrir skatt. Meðallaun á vinumarkaði árið 2024 voru 758 þúsund og miðgildið 753 þúsund. Hvatinn er því meiri til að vera á vinnumarkaði, fyrir utan hin mikilvægu félagslegu tengsl sem myndast þar en öryrkjar eru mjög einangraður hópur í samfélaginu. Neikvæð stimplun er mannskemmandi Hin hliðin á þessu sjónarhorni er sú, að þeir sem geta illa bjargað sér á vinnumarkaði, eru dæmdir til að lifa í fátækt eins og margar rannsóknir sýna. Þetta sjónarhorn í hagfræðinni fær ekki staðist því vinnan skipar almennt stóran sess í lífi nútímafólks, ekki síst hér á landi. Það borgar sig ekki að kasta krónunni en spara aurinn. Neikvæð stimplun hefur lengi fylgt þeim sem eru á örorkulífeyri. Vinnan er einnig nátengd sjálfsmynd fólks og hefur því mun víðtækara gildi fyrir fólk en aðeins tekjuöflunargildið. Aukinni velferð þarf því ekki fylgja aukinn kostnaður þegar á allt er litið, t.d. baráttunni við fátækt sem er staðreynd hér á landi þó svo margir vilji afneita henni og svo það sem hér að ofan er nefnt. Mannauður fólks nýtist verr í samfélagsumhverfi fátæktar og félagslegur vandi eykst. Að treysta á stoðir almannatrygginga Meginreglan í framkvæmd laga 62/2007 virðist hafa verið sú að vísitölu neysluverðs hafi verið fylgt þó að hún hækki mun minna en launavísitala. Þetta hefur leitt til mikillar kjaragliðnunar örokulífeyris á árunum 2007- 2025. Tekið er af þeim sem síst skyldi og þeim sem minnst hafa. Þessir hópar hafa mismikinn rétt í lífeyrissjóðum og margir lítinn sem engan og eru þeir verst staddir þar sem þeir þurfa að treysta eingöngu eða að stórum hluta á almannatryggingar. Að treysta stoðir almannatrygginga lýsir því pólitísku hugrekki í nýfrjálshyggjuumhverfi samtímans. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Lífeyrissjóðir Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins, loksins! Nú liggur fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris. Það kann við fyrstu sýn að virðast sem sú breyting, að örorkulífeyrir hækki hækka í samræmi við við launaþróun en aldrei minna en verðlag vísitölu neysluverðs, geti ekki verið mjög mikil. En hún breytir miklu og bætir stöðu og lífskjör öryrkja. Áfram á að tryggja að hækkunin verði aldrei minni en sú hækkun sem verður á verðlagi. Þetta á að gera til að stuðla að því að lífeyririnn fylgi almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggja að lífeyristakar dragist ekki aftur úr í kaupmætti eins og afar lengi hefur verið raunin. En hversu mikil var kjaragliðnunin nú? Ef við tökum örorkulífeyrinn sem dæmi, þá er hann rúmlega 100.000 kr. lægri en lægstu launtaxtar. Flestar viðmiðunarupphæðir skerðingamarka eins og fjármagnstekna og lífeyrissjóðstekna hafa ekki hækkað síðan árið 2009 sem þýðir í raun að þau hafi verið fryst. Þá hlýtur öllum að vera ljóst hvílíkt óréttlæti það er,en þetta hefur hefur líka þýtt að örorkulífeyristakar hafa dregist aftur úr í kaupmætti á mjög löngu tímabili og það þarfnast tafarlausrar endurskoðunar. Aldursviðbótin er líka sanngirnismál Breytingarnar varðandi launavísitöluna munu binda enda á ólíkindanlegan og ósanngjarnan útreikning ríkisvaldins hingað til á viðmiðum örorkulífeyris samkvæmt lögum. Í valdatíð þessarar ríkistjórnar mun því hagur örorkulífeyristaka vondandi fara batnandi. Það skiptir máli hver er við völd og hverjir hafa pólítískt hugrekki til þess að hugsa til jaðarsettra hópa. Jafnaðarstefnan virkar. Annað réttlætismál er aldursviðbótin, sem fatlað fólk sem hingað til hefur fengið eftir því á hvaða aldri það veikist eða verður fyrir slysi sem leiðir til örorku. Hingað til hefur þessi viðbót fallið niður við 67 ára aldur, þegar fatlað fólk kemst á ellilífeyri. Þessi aldursupphæð er ekki há og verður 31.290 kr. nýju frumvarpi og skattskyld eins og örorkulífeyrinn og tekjur annarra þjóðfélagshópa. Það er sanngirnismál að aldursviðbótin haldist ævilangt, eins og áðurnefnd ríkisstjórn leggur til – og er mikið gleðiefni. Um mannréttindi öryrkja Nýleg rannsókn Vörðu rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sýnir, að um þriðjungur fatlaðs fólks á Íslandi býr við efnislegan skort eða verulegan efnahagslegan skort og eru einstæðir foreldrar í séstökum áhættuflokki. Meira en helmingur öryrkja metur fjárhagsstöðu sína slæma.Um 70% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 80.000 kr. án þess að stofna til skuldar og húsnæðiskostnaður er þung byrði um tæplega helmings fatlaðs fólks. Þá býr sjö af hverjum tíu við slæma andlega líðan. Þrátt fyrir þessar og fleiri staðreyndir eru alltaf einhverjir sem velta fyrir sér hugsanlegum kostnaði við að bæta lífsskilyrði fatlaðs fólks. En fátækt og slæm andleg líðan er líka kostnaðarsöm fyrir samfélagið og áformaðar breytingar munu ef vill ekki leiða til þess að hvoru tveggja taki stakkaskiptum,en eru vissulega skref í rétta átt til þess skilnings að fatlað fólk eigi kröfu til fullra mannréttinda og jafngildrar þátttöku í samfélaginu. Jöfnun tækifæra Fötlun og örorka hafa verið vaxandi viðfangsefni vestrænna velferðarríkja síðustu áratugi og skýrist það m.a. af hækkandi lífaldri, en sjúkdómar og jafnvel almennt lífsstrit er líklegra til að henda fólk eftir miðjan aldur. Annað sem kemur til er það bæði til að hugmyndir um mannréttindi minnihlutahópa, jöfnun tækifæra og bætt kjör þeirra sem ekki eru í stakk búin að til að vera á hinum venjulega vinnumarkaði eiga nú frekar upp á pallborðið. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur við i þann 1. september nk. en lög þess efnis tóku gildi í tíð síðustu ríkisstjórnar, einkum að undirlagi þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundar Inga Guðbrandssonar, sem var ráðherra VG. Í nýja kerfinu eru færri greiðsluflokkar en í hinu eldra, aukinn hvati til atvinnuþátttöku og það er sagt að það sé gagnsærra en hið gamla auk þess sem dregið er úr tekjutengingum að einhverju marki. Það er ekki komin reynsla á þetta nýja kerfi en það er von um að aukin tækifæri á vinnumarkaði verði til þess að bæta kjör og lífsgæði öryrkja. Það er því mikilvægt að störfin séu til í veruleikanum og þá bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði en til þessa hefur sú ekki verið raunin. Almenni vinnumarkaðurinn verður líka að koma til móts við það fólk sem er á örorku og getur unnið hlutastörf. Verður fólk að iðjuleysingum? Almannatryggingum ríkra samfélaga hefur verið ætlað að tryggja fólki sem orðið hefur fyrir slysi eða sjúkdómi og verður í kjölfar þess fyrir skerðingu á lífsviðurværi sínu, launaðri atvinnu, lífeyri sem gerir þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi. Það skiptir því máli að tryggja öryrkjum viðundandi framfærslutekjur, annað er dýrara. Þá skiptir einnig máli að stuðla að því að fatlað fólk fái raunhæf tækifæri til að vera virkir meðlimir í samfélagsfjölskyldunni. Nú hafa verið stigin tvö og jafnvel þrjú skref að því markmiði og er það vel. Tryggingavernd almennings á að vera víðtæk og virk – hún á ekki að vera draumsýn. Það gæti vissulega verið einhver útgjaldaaukning í krónum talið en ávinngurinn fyrir samfélagið í heild bætir hana upp. Í hagfræðinni er gjarnan talað um að hætta sé á ferðum ef lífeyrisréttur öryrkja sé of góður miðað við t.d. lægstu laun. Það geti haft í för með sér að fólk freistist til að hverfa frá vinnu og velji sér líf á ,,bótum” í stað þess að velja sjálfsbjörg með atvinnuþátttöku. Forsendur útreiknings á lífeyri öryrkja eru mjög breytilegar og fara m.a. eftir ýmsum skerðingum eins og atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna, Ef við tökum sem dæmi einstaklings sem býr ekki einn (og er þá án heimilisuppbótar) og aldursviðbótin er lág miðað við kerfið í dag þá er umhæðin um 360 þúsund fyrir skatt. Meðallaun á vinumarkaði árið 2024 voru 758 þúsund og miðgildið 753 þúsund. Hvatinn er því meiri til að vera á vinnumarkaði, fyrir utan hin mikilvægu félagslegu tengsl sem myndast þar en öryrkjar eru mjög einangraður hópur í samfélaginu. Neikvæð stimplun er mannskemmandi Hin hliðin á þessu sjónarhorni er sú, að þeir sem geta illa bjargað sér á vinnumarkaði, eru dæmdir til að lifa í fátækt eins og margar rannsóknir sýna. Þetta sjónarhorn í hagfræðinni fær ekki staðist því vinnan skipar almennt stóran sess í lífi nútímafólks, ekki síst hér á landi. Það borgar sig ekki að kasta krónunni en spara aurinn. Neikvæð stimplun hefur lengi fylgt þeim sem eru á örorkulífeyri. Vinnan er einnig nátengd sjálfsmynd fólks og hefur því mun víðtækara gildi fyrir fólk en aðeins tekjuöflunargildið. Aukinni velferð þarf því ekki fylgja aukinn kostnaður þegar á allt er litið, t.d. baráttunni við fátækt sem er staðreynd hér á landi þó svo margir vilji afneita henni og svo það sem hér að ofan er nefnt. Mannauður fólks nýtist verr í samfélagsumhverfi fátæktar og félagslegur vandi eykst. Að treysta á stoðir almannatrygginga Meginreglan í framkvæmd laga 62/2007 virðist hafa verið sú að vísitölu neysluverðs hafi verið fylgt þó að hún hækki mun minna en launavísitala. Þetta hefur leitt til mikillar kjaragliðnunar örokulífeyris á árunum 2007- 2025. Tekið er af þeim sem síst skyldi og þeim sem minnst hafa. Þessir hópar hafa mismikinn rétt í lífeyrissjóðum og margir lítinn sem engan og eru þeir verst staddir þar sem þeir þurfa að treysta eingöngu eða að stórum hluta á almannatryggingar. Að treysta stoðir almannatrygginga lýsir því pólitísku hugrekki í nýfrjálshyggjuumhverfi samtímans. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun