Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 13:31 Stígvélaðir ferðamenn sitja við veitingastað í mikilli flóðatíð í Feneyjum árið 2019. Reikna má með afdrifaríkari sjávarflóðum í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við. Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við.
Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira