Erlent

Sex­tíu og þrír látnir eftir um­ferðar­slys í Úganda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregluyfirvöld í Úganda segja framúrakstur eina helstu ástæðu bílslysa í landinu.
Lögregluyfirvöld í Úganda segja framúrakstur eina helstu ástæðu bílslysa í landinu. Getty

Sextíu og þrír eru látnir eftir að tvær rútur skullu saman þegar þær reyndu að taka fram úr flutningabifreið og fólksbíl, á Kampala-Gulu hraðbrautinni í Úganda.

Bílstjóri annarar rútunnar er sagður hafa reynt að beygja frá til að forðast árekstur en valdið með því árekstri, sem hafði keðjuverkun þannig að fleiri bifreiðar skullu saman eða ultu.

Auk látnu er fjöldi sagður slasaður.

Umræddur vegur milli höfuðborgarinnar Kampala og borgarinnar Gulu er meðal fjölförnustu vega landsins. Lögregla hefur biðlað til fólks um að taka ekki fram úr að óþörfu; framúrakstur sé ein algengasta ástæða bílslysa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×