Ríkisstjórnarflokkarnir fylgja Landsvirkjun – gegn Þjórsárverum Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir skrifa 19. júní 2025 11:00 Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Orkumál Ásahreppur Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera er ein sú merkasta í íslenskri náttúruverndarsögu. Hún hefur staðið í áratugi og markað dýrmæt fordæmi um hvernig náttúruverndarhagsmunir geta vegið þungt gegn áformum um virkjanir og aðrar framkvæmdir. Þegar Norðlingaölduveita var sett í verndarflokk á árinu 2013, að undangenginni harðri og yfirgripsmikilli baráttu, innan sem utan Alþingis, leit margt út fyrir að þeirri glímu væri lokið. En þráðurinn var tekinn upp og til varð önnur tillaga á borði Landsvirkjunar undir heitinu Kjalölduveita. Kjalölduveita er ekki nýr virkjunarkostur heldur endurútgáfa af sömu gömlu hugmyndinni um Norðlingaölduveitu – með óverulegum breytingum að formi, en ekki efni. Það hefur legið fyrir ítrekað, í áliti faghópa og verkefnisstjórna á öllum stigum rammaáætlunar, að Kjalölduveita skarast á við Norðlingaölduveitu – bæði í áhrifum og í staðsetningu. Áformin, hvaða nafni sem Landsvirkjun kann aað gefa þeim, snerta Þjórsárver, sem eru viðurkennd alþjóðleg náttúruverndarperla, votlendi sem er einstakt á heimsvísu og eitt fárra Ramsar-svæða á landinu. Við þekkjum þessa baráttu Við höfum báðar staðið í þessari baráttu. Önnur okkar sat í stjórn Landsvirkjunar í meira en áratug og lagði þar ítrekað fram tillögur um að hætt yrði við áformin um veitur við Norðlingaöldu og Kjalöldu – án árangurs. Hin er núverandi formaður VG, flokks sem frá upphafi hefur staðið með verndun Þjórsárvera og gegn blekkingum sem felast í endurpakkaðri stóriðjustefnu, og var umhverfisráðherra þegar Norðlingaölduveita var afgreidd í verndarflokk á árinu 2013. Það var svo Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar sem stækkaði friðlandið í Þjórsárverum árið 2017 og friðlýsti þar með svæðið gegn virkjun við Norðlingaöldu. Það veldur því bæði vonbrigðum og áhyggjum að sjá afgreiðslu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, þar sem tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka Kjalölduveitu í vernd var breytt. Í stað þess leggur nefndin nú til að halda kostinum áfram „til skoðunar“, líkt og um óútkljáð mál væri að ræða. Málið er ekki óútkljáð. Allt sem máli skiptir hefur verið skoðað – og niðurstöðurnar liggja fyrir. Niðurstöðurnar liggja fyrir Faghópar 1 og 2 í Rammaáætlun hafa ítrekað metið það svo að breytingar á Norðlingaölduveitu með tilkomu hugmyndar um Kjalölduveitu séu ekki þess eðlis að þær breyti forsendum þess að setja þessa einstöku náttúruperlu í verndarflokk. Verkefnisstjórn 3. áfanga komst að þeirri niðurstöðu að Kjalölduveita væri einfaldlega nýtt nafn á eldri áformum. Í 5. áfanga var málsmeðferðin lögfræðilega staðfest og endurmat fór fram – með sömu niðurstöðu. Í fylgiskjali 7 með skýrslu verkefnisstjórnar 5. áfanga er að finna rækilega samantekt á þessu öllu – allt frá lagalegum forsendum til landfræðilegrar skörunar. Afgreiðsla rammaáætlunar árið 2022, þar sem Kjalölduveita var sett í biðflokk, snerist einmitt um að kveða þessa rakalausu umræðu endanlega í kútinn. Áherslan á þeim tíma var á að fá úr því skorið með óyggjandi hætti að Kjalölduveita væri ekki nýr virkjunarkostur, heldur nýtt nafn á Norðlingaölduveitu. Sú niðurstaða liggur nú fyrir, bæði frá verkefnisstjórn og ráðuneyti. Ráðherra gegn eigin kerfi Í því ljósi er sérstaklega alvarlegt að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skuli í umræðu á Alþingi styðja þá breytingu sem meirihluti nefndarinnar leggur til – gegn faglegum niðurstöðum og eigin ráðuneyti. Þannig verður ekki betur séð en að ríkisstjórnarflokkarnir fylgi Landsvirkjun í því að halda þessum gamalkunna virkjunarkosti á lífi. Það er dapurlegt. Og varðar miklu. Það er ömurlegt að Landsvirkjun, með stuðningi ráðherra og þingsins, skuli fá að draga þessa sögu endalaust á langinn með því að halda gömlu hugmyndunum á lífi undir nýjum nöfnum. Þjórsárver eru ekki vettvangur tilraunastarfsemi, heldur friðlýst svæði með óumdeilt alþjóðlegt verndargildi, m.a. sem fjölbreyttasta, stærsta og samfelldasta gróðurvin hálendisins og mikilvægt búsvæði dýra og plantna og var við friðlýsingu svæðisins höfð hliðsjón af alþjóðlegum samningum á borð við Bernarsamninginn, Ramsarsamninginn og Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Stöndum með Þjórsárverum Við hvetjum Alþingi til að virða niðurstöður faglegra og lýðræðislegra ferla. Verkefnisstjórn rammaáætlunar starfar ekki í pólitísku tómarúmi – hún byggir á lögum og faglegu mati. Stöndum með Þjórsárverum. Hættum að vega að þessu ósnortna landi í nafni framfara sem standast ekki gagnrýna skoðun. Íslensk náttúra á rétt á virðingu – og vernd. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænnaÁlfheiður Ingadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Landsvirkjun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun