Rödd barna og ungmenna hunsuð í barnvænu sveitarfélagi? París Anna Bermann Elvarsdóttir, Heimir Sigurpáll Árnason, Fríða Björg Tómasdóttir, Lilja Dögun Lúðvíksdóttir, Bjarki Orrason, Sigmundur Logi Þórðarson, Aldís Ósk Arnaldsdóttir, Leyla Ósk Jónsdóttir, Rebekka Rut Birgisdóttir, Ólöf Berglind Guðnadóttir og Íris Ósk Sverrisdóttir skrifa 13. júní 2025 08:31 Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Frístund barna Börn og uppeldi Réttindi barna Akureyri Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmennaráð Akureyrar lýsir yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum vegna nýlegra skipulagsbreytinga á félagsmiðstöðvastarfi í bænum. Breytingarnar fela í sér að öll starfsemi Félagsmiðstöðva Akureyrar (FÉLAK), þar á meðal Ungmennahúsið og Virkið, verður færð alfarið undir stjórn grunnskólanna í bænum. Það sem vekur sérstaka athygli og áhyggjur ráðsins er sú staðreynd að engin samskipti voru höfð við Ungmennaráðið fyrir þessar ákvarðanir, og engin beiðni um umsögn barst ráðinu. Við fréttum fyrst af breytingunum í gegnum fjölmiðla – þrátt fyrir að þær hafi bein og veruleg áhrif á börn og ungmenni í samfélaginu. Ungmennaráðið er formlegur vettvangur lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna í Akureyrarbæ og ber að kalla til þess í málum sem varða þau. Það var ekki gert. Með þessari aðferðafræði brýtur sveitarfélagið gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags, sem það hefur skuldbundið sig til að fylgja, auk þess að ganga gegn grunnmarkmiðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt barna og ungmenna til að tjá sig og hafa áhrif á ákvarðanir sem varða þau. Ungmennaráð tekur einnig undir með starfsfólki FÉLAK sem hefur ítrekað lýst yfir djúpum faglegum áhyggjum af breytingunum. Áhyggjur þeirra endurspegla einnig sjónarmið okkar sem fulltrúa ungs fólks í bænum: Að með því að færa félags- og frístundastarf undir skólastarf glatist mikilvægt sjálfstæði og faglegt svigrúm, sem eru forsendur fyrir öruggu og traustu umhverfi fyrir börn og ungmenni utan skólakerfisins. Að þjónusta við viðkvæma hópa ungmenna, sem hingað til hafa sótt stuðning til Ungmennahússins og Virkisins, verði skert. Að samþætt og samfellt starf fagfólks sem starfað hefur þvert á skóla og aldurshópa, með áherslu á forvarnir, valdeflingu og snemmtæka íhlutun, verði veiklað eða hverfi alfarið. Að dregið verði úr lýðræðislegri þátttöku barna og ungmenna í eigin málefnum. Einnig viljum við vekja athygli á því að fyrir liggur að ný æskulýðslög verða lögð fyrir Alþingi haustið 2025. Í þeim er lögð rík áhersla á virka þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku, sjálfstæði æskulýðsstarfs og mikilvægi óformlegs náms sem rými fyrir þroska og félagslega færni. Skipulagsbreytingar af því tagi sem nú hafa átt sér stað ganga beint gegn slíkum markmiðum og sýna skort á framtíðarsýn í málefnum barna og ungmenna. Við í Ungmennaráðinu höfum átt samtal við Marín Rós Eyjólfsdóttur, verkefnastjóra Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi, sem áréttaði mikilvægi þess að réttindi barna séu höfð að leiðarljósi við alla ákvörðunartöku sem varðar börn. Hún lagði áherslu á að börn eigi alltaf að fá tækifæri til að tjá sig um slíkar ákvarðanir tímanlega, svo þátttaka þeirra geti talist merkingarbær. Þessi árétting undirstrikar að málið snýst ekki eingöngu um staðbundna stjórnsýslu – heldur grundvallarrétt barna til lýðræðislegrar þátttöku samkvæmt bæði íslenskum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við í Ungmennaráði Akureyrar höfum það að leiðarljósi að rödd barna og ungmenna eigi ekki aðeins heima í skrautsömum stefnuyfirlýsingum – heldur í raunverulegri ákvarðanatöku. Við teljum að bæjaryfirvöld beri skylda til að skapa rými fyrir slíka þátttöku og að virðing fyrir rödd unga fólksins sé forsenda trausts og farsældar í sveitarfélaginu. Með virðingu,Ungmennaráð Akureyrarbæjar Höfundar eru öll fulltrúar í Ungmennaráði Akureyrarbæjar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun