Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 12. júní 2025 10:02 Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun