Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 13:22 Snorri Jakobsson greinandi. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira