Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2025 10:32 Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun