Hefur ekki náð sér á strik síðan Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júní 2025 07:31 Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar