Bókun 35

Bókun 35 þokast nær afgreiðslu
Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Tannhjól í mulningsvél?
Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu.

Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að rifja upp.

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel.

Stenzt ekki stjórnarskrána
Fundað var í dag í utanríkismálanefnd Alþingis um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn.

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu.

Fékk hann ekki minnisblaðið?
Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána.

„Þetta er algerlega galið“
„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn.

Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi.

Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026
Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu.

Hyggst greiða atkvæði með bókun 35
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur.

Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn
Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með.

Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35.

Bjarni segir bókun 35 ekki ráða löggjöf Alþingis
Utanríkisráðherra segir bókun 35 við EES-samninginn ekki fela í sér framsal á fullveldi Íslands. Formaður Miðflokksins geldur varhug við frumvarpi um bókunina og segist munu berjast gegn því með kjafti og klóm.

„Sjálfstæðisflokkurinn er ekki nein heilög kýr“
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki vera heilaga kýr, og boðar mögulegt klofningsframboð frá flokknum ef frumvarp sem utanríkisráðherra hefur boðað nær fram að ganga.

Boðar skipbrot og klofning Sjálfstæðisflokksins vegna bókunar 35
Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir hætt við því að flokkurinn verði „smáflokkur“ ef hann hrekur frá sér sína „dyggustu stuðningsmenn“ með því að styðja áfram bókun 35.

Arnar Þór skorar á forystuna að segja sig úr flokknum
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er afar harðorður í pistli á bloggsíðu sinni. Hann leggur til að forysta flokksins og þingmenn segi sig úr honum.