Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2025 19:17 Róbert Spanó hefur meðal annars verið forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/Elín Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá. Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert. Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert.
Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira