Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. september 2025 11:33 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún. Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún.
Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira