Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. september 2025 11:33 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur. Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún. Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti þingsins, beitti ákvæðinu sem stundum er kallað „kjarnorkuákvæðið“ í sumar var það í fyrsta sinn í fleiri áratugi sem því var beitt. Sjá einnig: Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Kristrún var spurð um beitingu ákvæðisins og áhrif þessa á þingstörfin á blaðamannafundi leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna í morgun þar sem þingmálaskrá komandi þingvetrar var kynnt. Utanríkisráðherra boðar að bókun 35 svokallaða verði endurflutt enn einu sinni strax núna í september. Málið, sem annars nýtur stuðnings meirihluta þingsins og einnig út fyrir raðir stjórnarflokkanna, hefur enn ekki náð fram að ganga þar sem þingmenn Miðflokksins telja málið ekki útrætt og hafa haldið umræðu um það gangandi. Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu en „lýðræðið verði að virka“ „Ég kýs að kalla þetta lýðræðisákvæðið. Þetta er inni í þingsköpum af ástæðu. Það urðu auðvitað grundvallarbreytingar á þingsköpum á sínum tíma þegar það var hægt að fara þessa leið að vera í rauninni í endalausum ræðum,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum. Stjórnskipun landsins hafi aldrei verið þannig hugsuð að það væri hægt að vera með „neitunarvald hjá minnihluta Alþingis.“ „Við trúum á málfrelsi og við trúum á aðhald. En það þarf að vera ákveðin skilvirkni í þinginu. Við förum inn í þetta þing, bjartar og brosandi, og gerum bara ráð fyrir að fólk sé tilbúið til eðlilegra umræðna,“ sagði Kristrún og Inga Sæland tók upphátt undir. Lýðræðið verði að virka, og þær, leiðtogar ríkisstjórnarinnar, ætli að láta það virka. Í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum sagðist Kristrún fyrst og fremst vona að umræða um bókun 35, sem og önnur mál í þinginu, verði málefnaleg á komandi þingvetri. „Það er búið að taka þetta oft fyrir í nefnd og ég geri ráð fyrir að umræðan verði í því samhengi ekki eins löng og áður var, en við verðum bara að sjá hvað setur,“ sagði Kristrún. Ef til málþófs kæmi, kæmi til greina að beita ákvæðinu á þetta tiltekna mál? „Það er ekki útgangspunktur okkar núna að fara inn í þingið með þeim hætti að það þurfi að beita þingsköpum þannig. En eins og ég segi, við þurfum líka bara að höfða til samvisku annarra þingmanna, að lýðræðið virki og þingið virki og þarna er um að ræða mál sem hefur ríflegan meirihluta,“ svarar Kristrún.
Alþingi Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Bókun 35 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira