Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:02 Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókun 35 Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar