Hoppað yfir girðingarnar Vilhjálmur Árnason skrifar 5. júní 2025 07:31 Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun