Þegar bændur bregðast dýrum sínum – Valda þeim þjáningu og skelfilegum dauðdaga Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2025 13:01 17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Sjá meira
17. desember 2019 skrifaði ég grein hér á Vísi, sem byrjaði svona: „„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. (2019). Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“ Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?“ Í þeim veðurskelli, sem gekk yfir landið í desember 2019, fórust um 100 hestar, mikið folöld. Margir höfðu samúð með bændunum, svona upp á gamlan og góðan íslenzkan máta. Aumingjans þeir. Ég hafði samúð með dýrunum. Punkturinn var og er fyrir mér; ef bændur geta ekki haldið dýrin sín af ábyrgð og fagmennsku, tryggt velferð þeirra og öryggi, ættu þeir ekki að koma nálægt dýrahaldi. Í gær, 3. júní, var svo aftur dýrafrétt, fyrst á Stöð 2, svo á Vísi, þar sem fyrirsögnin var þessi: „ Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín“. Í texta er fjallað um veðurskellinn, sem gekk yfir landið síðustu 2 daga, sem reyndar var búið að vara við dögum saman, og allir, sem eitthvað fylgjast með og vita í sinn haus, vissu full vel, frá því í síðustu viku, að væra að skella á. Í texta fréttarinnar segir svo m.a. þetta:“ „Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp“, sagði bóndinn. Svo afsakaði hún sig með þessu orðum: „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Var það nú afsökun, að kindurnar fengju júgurbólgu, ef þær og lömbin hefðu verið hýstar í nokkra daga, meða óveðrið gekk yfir? Var, sem sé, betra, að láta þær bara verða úti, kveljast og jafnel drepast í kvalræði og hörmungum? Í fréttinni segir svo þetta: „Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi“. Skyldi hún hafa borið árangur. Ég efast um það. Frétt um sama mál í Morgunblaðinu í dag, 4. júní: „Víða á Norðurlandi þurfti að koma sauðfé í skjól vegna snjókomunnar og sinntu björgunarsveitir því verkefni. „Dagurinn er bara búinn að vera erfiður, hreint út sagt. Þetta voru krefjandi aðstæður. Það var mikill snjór í bökkum, gildrögum og börðum og eitthvað af því fé sem við fundum var fennt,“ sagði Björn Már Björnsson úr Björgunarsveitinni Dalvík í samtali við blaðamann mbl.is í gær. Svo kom millifyrirsögn: „Forðast hefði mátt útkallið“ og þessi texti: „Hann (Björn Már) talaði um að erfitt hefði verið að reka féð heim í hús, meðal annars vegna þess að féð var kleprað og þá sérstaklega lömbin, sem mörg hver báru á sér snjó köggla sem björgunarsveitarmenn þurftu að kroppa af með nokkurra metra millibili sökum þess að lömbin gátu ekki lengur hreyft fram- eða afturlappirnar. Þá bætti Björn við að forðast hefði mátt þetta erfiða útkall ef bændur hefðu fylgst betur með veðurspá og brugðist fyrr við. „Það sem vakir líka fyrir okkur er að ef beðið hefði verið um aðstoð í gær hefði þetta tekið tvo tíma. Þetta hefði ekkert þurft að fara svona og ég vil bara hreinlega að það komi fram“. Það er ekki miklu við þetta að bæta. Skyldu margir vorkenna bóndanum? Ég vorkenni blessuðum saklausum og varnarlausum dýrunum. Skyldi þessi bóndi vera hæfur, og ætti hann að hafa til þess leyfi, að halda dýr!? Hvað finnst þér, lesandi góður? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun