Karlar, piltar og strákar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. júní 2025 16:02 Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun