Mannréttindi fatlaðs fólks - orð og efndir Unnur Helga Óttarsdóttir og Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifa 3. júní 2025 09:32 Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir samningurinn) mótatkvæðalaust árið 2016 og skuldbatt þar með Ísland til að framfylgja öllum ákvæðum hans. Síðan eru liðin 9 ár. Í 4. gr. samningsins, sem hefur yfirskriftina Almennar skuldbindingar, segir: 1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að efla og tryggja að fullu öll mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi á grundvelli fötlunar.Aðildarríkin skuldbinda sig í þessu skyni til:a) að samþykkja alla viðeigandi löggjöf og ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og aðrar ráðstafanir til að tryggja þau réttindi sem viðurkennd eru með samningi þessum, ... Samkvæmt þingsályktun, sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust 3. júní 2019, átti að leggja fram á Alþingi frumvarp um lögfestingu samningsins eigi síðar en 13. desember 2020. Það hefur nú loksins verið gert. Í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn stóðu að, sagði: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir: Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með eftirfarandi aðgerðum: Með því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með lögfestingu samningsins er ekki lagðar neinar kröfur á ríki og sveitarfélög umfram þau alþjóðlega viðurkenndu mannréttindi, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að tryggja fötluðu fólki til jafns við aðra með fullgildingu samningsins fyrir 9 árum síðan. Með lögfestingu samningsins yrði lagaleg vernd mannréttinda, sem fatlað fólk á að njóta og hefur átt að njóta, samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum til jafns við annað fólk, bætt og skýrð. Það er alls ekki vanþörf á því! Er ekki löngu tímabært að íslensk stjórnvöld, ráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálaflokkar standi nú loksins við margendurtekin fyrirheit sín gagnvart fötluðu fólki? Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparAlma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar