Brimrót og veðragnýr í alþjóðamálum Árni Þór Sigurðsson skrifar 3. júní 2025 09:01 Það er gömul saga og ný að það skiptast á skin og skúrir í sambúð þjóða og samfélaga. Aðstæður og umhverfi alþjóðamála taka breytingum frá einum tíma til annars og ríki þurfa sífellt að huga að því hvernig hagsmunum þeirra er best fyrir komið í samfélagi þjóðanna, hvort sem litið er til stjórn- eða öryggismála, efnahags-, menningar- eða félagsmála o.fl. Átök og stríðsrekstur, misskipting auðs og félagslegt ranglæti, kynþáttamismunun og mannréttindabrot, þar á meðal glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og hópmorð, eru því miður viðvarandi og undirliggjandi ástæður margs konar hörmunga sem hrjá stóran hluta mannkyns, hafa gert lengi og gera enn. Margir tugir vopnaðra átaka eiga sér stað víðs vegar um heiminn, s.s. í Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu, Evrópu og víðar. Alþjóðasamfélagið (hugtak sem er að vísu ekki mjög vel skilgreinanlegt eða ótvírætt) hefur hvorki mátt né tæki til að grípa í taumana og ef til vill skortir á stundum líka vilja til að stöðva blóðbað. Nærtækt er að benda á hryllinginn á Gaza og máttleysi alþjóðasamfélagsins til að stöðva þá vitfirringu. Stríðið í Úkraínu er sorglegt dæmi um það hvernig sjálfskipað stórveldi telur sig geta, með frekju og yfirgangi, farið sínu fram í krafti hernaðarstyrks. Innlimun Krímar í Rússland árið 2014 var ólögmæt og allsherjarárásarstríð Rússlands í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, fer að sjálfsögðu líka þvert gegn alþjóðalögum og skuldbindingum. Af hálfu rússneskra stjórnvalda er því haldið fram að „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ hafi verið nauðsynleg til að bregðast við ógn sem Rússlandi stafaði af stjórnarstefnunni í Kyiv. Er því þá ýmist haldið fram að berjast þyrfti gegn meintri fasistastjórn í Úkraínu og svo að stækkun NATO til austurs og væntingar Úkraínu um aðild að Atlantshafsbandalaginu væri ögrun við öryggi Rússlands. Það fer varla fram hjá neinum að þetta eru tylliástæður en jafnvel þótt eitthvert sannleikskorn væri til í þeim gefur það Rússlandi hvorki heimild né nokkurn rétt til að ráðast inn í Úkraínu og virða þannig að vettugi fullveldi landsins og landamærahelgi. Segja má að hér skíni í gegn stjórnmálaheimspeki Machiavellis um að hinir sterku geri það sem þeir komist upp með. Virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða á því miður undir högg að sækja hjá ráðamönnum ýmissa „stórvelda“ um þessar mundir. Fyrir smáríki eins og Ísland skiptir öllu máli að alþjóðakerfið virki og sé sterkt. Ríki sem hvorki hafa hernaðarlega né efnahagslega burði til að beita því afli í samskiptum við önnur ríki verða að treysta á sterkar alþjóðastofnanir og virðingu fyrir alþjóðalögum og öðrum skuldbindingum. Þegar sótt er að þessum grundvallarþáttum ríður sérstaklega mikið á að efla og treysta samstarf við ríki sem deila sömu gildum og beita áhrifum sínum í krafti slíkrar samstöðu. Í gegnum þannig samstöðu og samtal eru ýmis ríki að breyta um stefnu í málefnum Palestínu og auka þrýsting og gagnrýni á ísraelsk stjórnvöld vegna þeirra hörmunga sem þau standa fyrir á Gaza og reyndar einnig á Vesturbakkanum. Ísland var t.d. fyrst Norðurlandanna til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og nú hafa bæði Svíþjóð og Noregur bæst í þann hóp, ásamt Spáni og Írlandi og fleiri evrópsk ríki gætu fylgt í kjölfarið á næstunni. Með nokkurri einföldun má segja að efnahagslegir hagsmunir hafi í ríkum mæli stýrt íslenskri utanríkisstefnu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og síður hafi verið litið til þess sem Ísland getur lagt af mörkum á alþjóðasviðinu. Í því brimróti sem einkennir alþjóðamál um þessar mundir er brýnt að Ísland hugi gaumgæfilega að stöðu sinni út frá því hvernig það getur best orðið að liði í þágu friðar, lýðræðis, mannréttinda og félagslegs réttlætis og hvernig öryggi lands og þjóðar í viðsjárverðum heimi verður best tryggt. Fyrir þessum gildum hafa íslensk stjórnvöld jafnan talað og þótt Ísland sé fámennt ríki getur rödd þess skipt máli sé henni beitt af afli í samvinnu þjóða sem deila sömu gildum. Þegar kemur að þátttöku Íslands í fjölþjóðlegu samstarfi þá hefur það hins vegar oft valdið umtalsverðum deilum í samfélaginu. Þannig var deilt um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, EFTA, EES og Schengen en góð samstaða hins vegar um þátttöku í hinu norræna samstarfi og í Evrópuráðinu og aðildin að Sameinuðu þjóðunum er nú að segja má óumdeild. Ísland á tvímælalaust samleið með öðrum Evrópuþjóðum, hvort sem litið er til stjórnmála, viðskipta, öryggis- og varnarmála, menningar eða félagslegrar samheldni, enda þótt áherslur og hagsmunir geti vissulega verið mismunandi á köflum. Virk þátttaka okkar í ofangreindum samtökum og bandalögum styrkir Ísland og á vettvangi þeirra allra getum við aflað sjónarmiðum okkar og gildum breiðari samstöðu. Það er til dæmis eftirtektarvert að í löndunum í kringum okkur hafa mörg þeirra stjórnmálaafla sem lengi framan af voru gagnrýnin á aðild sinna landa að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu breytt um afstöðu og tala nú frekar fyrir virkri þátttöku og beinum áhrifum á stefnumótun þeirra. Að því er varðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu þá hafa efnahagsleg sjónarmið, einkum á sviði sjávarútvegs, verið fyrirferðarmikil í samfélagsumræðunni auk þess sem fullveldisrökum hefur óspart verið beitt af hálfu þeirra sem eru andsnúnir aðild að ESB. En ef litið er til annarra þátta, eins og að tryggja stöðu lýðræðis og mannréttinda eða þess hvar Ísland vill almennt skipa sér í sveit í ölduróti alþjóðasamskipta, verður sú spurning æ áleitnari hvort ekki sé affarasælast að taka Evrópuskrefið til fulls, enda er Ísland vitaskuld nú þegar þátttakandi í umtalsverðum hluta Evrópusamvinnunnar. Í öllu falli er mikilvægt að sú umræða, sem óhjákvæmileg er á næstu misserum í því sambandi, hverfist um grundvallarafstöðu og hvernig við best verjum þau pólitísku, menningarlegu og siðferðilegu gildi sem þorri Evrópuríkja á sameiginleg en sem sótt er að úr ýmsum og ólíklegustu áttum um þessar mundir. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að það skiptast á skin og skúrir í sambúð þjóða og samfélaga. Aðstæður og umhverfi alþjóðamála taka breytingum frá einum tíma til annars og ríki þurfa sífellt að huga að því hvernig hagsmunum þeirra er best fyrir komið í samfélagi þjóðanna, hvort sem litið er til stjórn- eða öryggismála, efnahags-, menningar- eða félagsmála o.fl. Átök og stríðsrekstur, misskipting auðs og félagslegt ranglæti, kynþáttamismunun og mannréttindabrot, þar á meðal glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og hópmorð, eru því miður viðvarandi og undirliggjandi ástæður margs konar hörmunga sem hrjá stóran hluta mannkyns, hafa gert lengi og gera enn. Margir tugir vopnaðra átaka eiga sér stað víðs vegar um heiminn, s.s. í Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu, Evrópu og víðar. Alþjóðasamfélagið (hugtak sem er að vísu ekki mjög vel skilgreinanlegt eða ótvírætt) hefur hvorki mátt né tæki til að grípa í taumana og ef til vill skortir á stundum líka vilja til að stöðva blóðbað. Nærtækt er að benda á hryllinginn á Gaza og máttleysi alþjóðasamfélagsins til að stöðva þá vitfirringu. Stríðið í Úkraínu er sorglegt dæmi um það hvernig sjálfskipað stórveldi telur sig geta, með frekju og yfirgangi, farið sínu fram í krafti hernaðarstyrks. Innlimun Krímar í Rússland árið 2014 var ólögmæt og allsherjarárásarstríð Rússlands í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, fer að sjálfsögðu líka þvert gegn alþjóðalögum og skuldbindingum. Af hálfu rússneskra stjórnvalda er því haldið fram að „hin sérstaka hernaðaraðgerð“ hafi verið nauðsynleg til að bregðast við ógn sem Rússlandi stafaði af stjórnarstefnunni í Kyiv. Er því þá ýmist haldið fram að berjast þyrfti gegn meintri fasistastjórn í Úkraínu og svo að stækkun NATO til austurs og væntingar Úkraínu um aðild að Atlantshafsbandalaginu væri ögrun við öryggi Rússlands. Það fer varla fram hjá neinum að þetta eru tylliástæður en jafnvel þótt eitthvert sannleikskorn væri til í þeim gefur það Rússlandi hvorki heimild né nokkurn rétt til að ráðast inn í Úkraínu og virða þannig að vettugi fullveldi landsins og landamærahelgi. Segja má að hér skíni í gegn stjórnmálaheimspeki Machiavellis um að hinir sterku geri það sem þeir komist upp með. Virðing fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða á því miður undir högg að sækja hjá ráðamönnum ýmissa „stórvelda“ um þessar mundir. Fyrir smáríki eins og Ísland skiptir öllu máli að alþjóðakerfið virki og sé sterkt. Ríki sem hvorki hafa hernaðarlega né efnahagslega burði til að beita því afli í samskiptum við önnur ríki verða að treysta á sterkar alþjóðastofnanir og virðingu fyrir alþjóðalögum og öðrum skuldbindingum. Þegar sótt er að þessum grundvallarþáttum ríður sérstaklega mikið á að efla og treysta samstarf við ríki sem deila sömu gildum og beita áhrifum sínum í krafti slíkrar samstöðu. Í gegnum þannig samstöðu og samtal eru ýmis ríki að breyta um stefnu í málefnum Palestínu og auka þrýsting og gagnrýni á ísraelsk stjórnvöld vegna þeirra hörmunga sem þau standa fyrir á Gaza og reyndar einnig á Vesturbakkanum. Ísland var t.d. fyrst Norðurlandanna til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og nú hafa bæði Svíþjóð og Noregur bæst í þann hóp, ásamt Spáni og Írlandi og fleiri evrópsk ríki gætu fylgt í kjölfarið á næstunni. Með nokkurri einföldun má segja að efnahagslegir hagsmunir hafi í ríkum mæli stýrt íslenskri utanríkisstefnu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og síður hafi verið litið til þess sem Ísland getur lagt af mörkum á alþjóðasviðinu. Í því brimróti sem einkennir alþjóðamál um þessar mundir er brýnt að Ísland hugi gaumgæfilega að stöðu sinni út frá því hvernig það getur best orðið að liði í þágu friðar, lýðræðis, mannréttinda og félagslegs réttlætis og hvernig öryggi lands og þjóðar í viðsjárverðum heimi verður best tryggt. Fyrir þessum gildum hafa íslensk stjórnvöld jafnan talað og þótt Ísland sé fámennt ríki getur rödd þess skipt máli sé henni beitt af afli í samvinnu þjóða sem deila sömu gildum. Þegar kemur að þátttöku Íslands í fjölþjóðlegu samstarfi þá hefur það hins vegar oft valdið umtalsverðum deilum í samfélaginu. Þannig var deilt um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, EFTA, EES og Schengen en góð samstaða hins vegar um þátttöku í hinu norræna samstarfi og í Evrópuráðinu og aðildin að Sameinuðu þjóðunum er nú að segja má óumdeild. Ísland á tvímælalaust samleið með öðrum Evrópuþjóðum, hvort sem litið er til stjórnmála, viðskipta, öryggis- og varnarmála, menningar eða félagslegrar samheldni, enda þótt áherslur og hagsmunir geti vissulega verið mismunandi á köflum. Virk þátttaka okkar í ofangreindum samtökum og bandalögum styrkir Ísland og á vettvangi þeirra allra getum við aflað sjónarmiðum okkar og gildum breiðari samstöðu. Það er til dæmis eftirtektarvert að í löndunum í kringum okkur hafa mörg þeirra stjórnmálaafla sem lengi framan af voru gagnrýnin á aðild sinna landa að bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu breytt um afstöðu og tala nú frekar fyrir virkri þátttöku og beinum áhrifum á stefnumótun þeirra. Að því er varðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu þá hafa efnahagsleg sjónarmið, einkum á sviði sjávarútvegs, verið fyrirferðarmikil í samfélagsumræðunni auk þess sem fullveldisrökum hefur óspart verið beitt af hálfu þeirra sem eru andsnúnir aðild að ESB. En ef litið er til annarra þátta, eins og að tryggja stöðu lýðræðis og mannréttinda eða þess hvar Ísland vill almennt skipa sér í sveit í ölduróti alþjóðasamskipta, verður sú spurning æ áleitnari hvort ekki sé affarasælast að taka Evrópuskrefið til fulls, enda er Ísland vitaskuld nú þegar þátttakandi í umtalsverðum hluta Evrópusamvinnunnar. Í öllu falli er mikilvægt að sú umræða, sem óhjákvæmileg er á næstu misserum í því sambandi, hverfist um grundvallarafstöðu og hvernig við best verjum þau pólitísku, menningarlegu og siðferðilegu gildi sem þorri Evrópuríkja á sameiginleg en sem sótt er að úr ýmsum og ólíklegustu áttum um þessar mundir. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun