Af hverju byggjum við innan gróinna hverfa? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2025 07:03 Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun