Af hverju byggjum við innan gróinna hverfa? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2025 07:03 Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun