Jafnlaunabarnið og baðvatnið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 2. júní 2025 08:00 Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun