Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2025 12:01 Það er ráðlagt að leggja við hlustir þegar einn ákveðinn kór hefur upp raust sína, nánar tiltekið kór hinna íslensku sérhagsmunaafla. Vorsmellur kórsins í ár gæti borið heitið: „niður með almenna íbúðakerfið“ og er laglínan nokkuð taktföst, þótt hver syngi með sínu nefi og bæti við tónum að eigin vali. Grunnstefið er að of mikið sé byggt af leiguíbúðum á vegum Bjargs íbúðafélags, en félagið tryggir tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. Í umræðum um húsnæðismál kveður nú við þennan tón af hálfu hagsmunaaðila og má skilja að almenna íbúðakerfið sé hreinlega til vansa í húsnæðismálum þjóðarinnar, komi jafnvel verst niður á þeim sem þar búa. Langur biðlisti eftir öruggu húsnæði Almenna íbúðakerfinu var komið á með lögum fyrir tæpum áratug og átti m.a. rætur í yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum árið 2015. Þá hafði skapast alvarlegur vandi vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga. Fyrsta íbúð Bjargs var afhent árið 2019 og síðan þá hafa yfir eitt þúsund einstaklingar og fjölskyldur komist í öruggt húsnæði. En biðlistinn er langur. Biðlistinn er langur vegna þess að umgjörð um leiguhúsnæði á Íslandi er óburðug og fjöldi vinnandi fólks á Íslandi hefur ekki ráð að kaupa sér húsnæði. Að fullvinnandi fólk geti ekki komið sér þaki yfir höfuð er gríðarlegt áhyggjuefni og ætti eitt og sér að vera tilefni til bæði langtíma- og skammtímaaðgerða. En á meðan fólk ekki getur eða ekki vill kaupa, til dæmis það sem dvelur tímabundið á landinu, þarf að vera fyrir hendi traustur leigumarkaður. Leigusalar hafa alltof mikið svigrúm til að hækka leigu eftir eigin geðþótta og réttindi leigjenda eru ótraust. Bjarg hefur sýnt fram á svo ekki verður um villst að hægt er að byggja með hagkvæmari hætti en tíðkast hefur. Blær, leigufélag á vegum VR, hefur nýtt reynslu Bjargs til að byggja hagkvæmt og hefur nú þegar afhent 34 leiguíbúðir til leigjenda en þær íbúðir eru ekki háðar tekjumörkum líkt og hjá Bjargi. Blær nýtur engrar opinberrar fyrirgreiðslu og fjárfesting félagsins í íbúðunum skilar sér til baka yfir tíma. Engu að síður getur félagið boðið leiguíbúðir sem eru um 20% ódýrari en markaðsleiga. Fyrsti leigjandinn sem tók við íbúð hjá Blæ hafði þurft að sæta hækkun á leiguverði í sínu fyrra húsnæði úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund krónur á aðeins fjórum árum. Það geta ekki margir staðið undir slíkri aukningu á greiðslubyrði. Þegar sérhagsmunaraddirnar kalla eftir því að dregið sé úr uppbyggingu leiguhúsnæðis þar sem leigu er stillt í hóf er um leið verið að óska þess að færri leigjendur komist í skjól frá leigumarkaði sem einkennist öðru fremur af skammtímagróðahugsun. Og auðvitað er það gott fyrir þá sem græða á leigjendum að fólk hafi ekkert val. Staðreyndin er hins vegar sú að góður og vel skipulagður leigumarkaður stuðlar að heilbrigði í húsnæðismálum, þar sem húsnæði er álitið mannréttindi en ekki gróðatækifæri fyrir fjárfesta. Góð umgjörð um leiguhúsnæði hefur bein áhrif á húsnæðisverð almennt og þar með á hag og kjör þorra almennings. Spjótin standa á ríki og sveitarfélögum Húsnæðismál eru kjaramál og hafa einna mest áhrif á afkomu launafólks. Staðan í dag er óviðunandi og það má ekki leyfa sérhagsmunaöflunum að rífa niður það sem þó er vel gert. Verkefnin framundan eru ærin og Bjarg og Blær eru hluti af lausninni. Spjótin standa núna allra mest á ríki og sveitarfélögum, sem verða að fara að sýna framsækni og þor í að takast á við vandann í húsnæðismálum. Hér er engin ein töfralausn, en við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum og það er ekki hægt að una lengur við þær gríðarlegu greiðslusveiflur sem bæði leigjendur og húsnæðisskuldarar þurfa að taka á sig í sífellu. Þetta er mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna og nú ríður á að sýna viljann í verki. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Það er ráðlagt að leggja við hlustir þegar einn ákveðinn kór hefur upp raust sína, nánar tiltekið kór hinna íslensku sérhagsmunaafla. Vorsmellur kórsins í ár gæti borið heitið: „niður með almenna íbúðakerfið“ og er laglínan nokkuð taktföst, þótt hver syngi með sínu nefi og bæti við tónum að eigin vali. Grunnstefið er að of mikið sé byggt af leiguíbúðum á vegum Bjargs íbúðafélags, en félagið tryggir tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði öruggt íbúðarhúsnæði til langtímaleigu. Í umræðum um húsnæðismál kveður nú við þennan tón af hálfu hagsmunaaðila og má skilja að almenna íbúðakerfið sé hreinlega til vansa í húsnæðismálum þjóðarinnar, komi jafnvel verst niður á þeim sem þar búa. Langur biðlisti eftir öruggu húsnæði Almenna íbúðakerfinu var komið á með lögum fyrir tæpum áratug og átti m.a. rætur í yfirlýsingu stjórnvalda með kjarasamningum árið 2015. Þá hafði skapast alvarlegur vandi vegna skorts á leiguhúsnæði fyrir efnaminni fjölskyldur og einstaklinga. Fyrsta íbúð Bjargs var afhent árið 2019 og síðan þá hafa yfir eitt þúsund einstaklingar og fjölskyldur komist í öruggt húsnæði. En biðlistinn er langur. Biðlistinn er langur vegna þess að umgjörð um leiguhúsnæði á Íslandi er óburðug og fjöldi vinnandi fólks á Íslandi hefur ekki ráð að kaupa sér húsnæði. Að fullvinnandi fólk geti ekki komið sér þaki yfir höfuð er gríðarlegt áhyggjuefni og ætti eitt og sér að vera tilefni til bæði langtíma- og skammtímaaðgerða. En á meðan fólk ekki getur eða ekki vill kaupa, til dæmis það sem dvelur tímabundið á landinu, þarf að vera fyrir hendi traustur leigumarkaður. Leigusalar hafa alltof mikið svigrúm til að hækka leigu eftir eigin geðþótta og réttindi leigjenda eru ótraust. Bjarg hefur sýnt fram á svo ekki verður um villst að hægt er að byggja með hagkvæmari hætti en tíðkast hefur. Blær, leigufélag á vegum VR, hefur nýtt reynslu Bjargs til að byggja hagkvæmt og hefur nú þegar afhent 34 leiguíbúðir til leigjenda en þær íbúðir eru ekki háðar tekjumörkum líkt og hjá Bjargi. Blær nýtur engrar opinberrar fyrirgreiðslu og fjárfesting félagsins í íbúðunum skilar sér til baka yfir tíma. Engu að síður getur félagið boðið leiguíbúðir sem eru um 20% ódýrari en markaðsleiga. Fyrsti leigjandinn sem tók við íbúð hjá Blæ hafði þurft að sæta hækkun á leiguverði í sínu fyrra húsnæði úr 260 þúsund krónum í 430 þúsund krónur á aðeins fjórum árum. Það geta ekki margir staðið undir slíkri aukningu á greiðslubyrði. Þegar sérhagsmunaraddirnar kalla eftir því að dregið sé úr uppbyggingu leiguhúsnæðis þar sem leigu er stillt í hóf er um leið verið að óska þess að færri leigjendur komist í skjól frá leigumarkaði sem einkennist öðru fremur af skammtímagróðahugsun. Og auðvitað er það gott fyrir þá sem græða á leigjendum að fólk hafi ekkert val. Staðreyndin er hins vegar sú að góður og vel skipulagður leigumarkaður stuðlar að heilbrigði í húsnæðismálum, þar sem húsnæði er álitið mannréttindi en ekki gróðatækifæri fyrir fjárfesta. Góð umgjörð um leiguhúsnæði hefur bein áhrif á húsnæðisverð almennt og þar með á hag og kjör þorra almennings. Spjótin standa á ríki og sveitarfélögum Húsnæðismál eru kjaramál og hafa einna mest áhrif á afkomu launafólks. Staðan í dag er óviðunandi og það má ekki leyfa sérhagsmunaöflunum að rífa niður það sem þó er vel gert. Verkefnin framundan eru ærin og Bjarg og Blær eru hluti af lausninni. Spjótin standa núna allra mest á ríki og sveitarfélögum, sem verða að fara að sýna framsækni og þor í að takast á við vandann í húsnæðismálum. Hér er engin ein töfralausn, en við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið á viðráðanlegum kjörum og það er ekki hægt að una lengur við þær gríðarlegu greiðslusveiflur sem bæði leigjendur og húsnæðisskuldarar þurfa að taka á sig í sífellu. Þetta er mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna og nú ríður á að sýna viljann í verki. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar