Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir og Dagmar Valsdóttir skrifa 25. maí 2025 23:30 Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar