Enn eitt dæmið um viðurstyggilega meðferð okkar Íslendinga á dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. maí 2025 06:02 Helztu selirnir við Ísland eru landselur og útselur. Um 1980 mun fjöldi þeirra við landið hafa verið um 45 þúsund dýr. Um 2020 var svo komið, að dýrunum hafði fækkað um tvo þriðju; fjöldinn var kominn niður í um 15 þúsund dýr. Enda var þá svo komið, að báðar tegundir höfðu verið settar á válista spendýra (vegna útrýmingarhættu) - já, selirnir eru auðvitað spendýr, eins og reyndar við sjálf. Var landselurinn metinn sem „tegund í hættu“ og útselurinn sem „tegund í nokkurri hættu“. Í framhaldi af því, voru selir friðaðir með reglugerð nr. 1100/2019, um áramótin 2019/2020. Dýrin áttu þá loks að fá grið og frið. Þó að selurinn lifi mest við strendur landsins og í sjó og sæki fæðu sína mest í hafið, er hann landspendýr með svipaða byggingu, vitund, tilfinningalíf og náttúru og önnur landspendýr, t.a.m. hundurinn, enda heitir selur á Þýzku Seehund= sjávarhundur. Í fávísi sínu, eða kannske tilfinningaleysi, gengu menn hér, mikið sjávarbændur og sjómenn, reyndar ýmsir aðrir líka, að selnum sem sjávardýri, nánast einhverjum fiski, sem mæti berja til bana með lurkum eða drekkja – kæfa til bana – í netum, þrátt fyrir það hryllilega dauðastríð, sem slíkar aðfarir ollu dýrunum. Selir eru með háþróuð lungu, og tók dauðastríðið í netum, köfnunin, oft 15-20 mínútur, og, ef dýrið sat fast ofarlega í netinu, náði aðeins að draga andann inn á milli, gat lífsbaráttan staðið klukkutímunum saman, og skárust þá netstrengir oft inn í hold og bein og juku enn á þjáningar og skelfingu, þar til dauðinn líknaði. Í raun er með ólíkindum, að „góðir og gengir“ Íslendingar skuli hafa lagt sig niður við þessar veiðar, með þessum villimannlega hætti, alla vega síðustu áratugi, eftir að skotvopn urðu aðgengileg og almenn. Því miður erum við hér enn mest einir á parti, með þessar hrottalegu veiðiaðferðir, en netveiðar spendýra, þar sem þeim er drekkt og þau nídd til dauða, eru bannaðar í flestum eða öllum siðmenntuðum löndum. Eins og fram kom hér að ofan, áttu blessuðu selirnir loks að fá grið og frið um áramótin 2019/2020, en nýleg athugun mín hjá Fiskistofu sýnir annað. Frá 2020 til dagsins í dag, hefur Fiskistofa veitt undanþágur frá friðun, veiðileyfi til selveiðimanna, og hafa á milli 400 og 500 dýr verið drepin, þrátt fyrir friðun! Til hvers var eiginlega verið að friða? Var þetta bara skrípaleikur? Voru veiðimenn svo illa settir, að þeir þyrftu að halda áfram að drepa sel, lík að hluta til með þessum skelfilegu aðferðum, var það þeirra einasta björg? Af þessum dýrum voru um 40 barin til bana með lurkum og um 50 veidd í net, og þau þannig kæfð til dauða eða þeim drekkt. Hvernig getur Fiskistofa leyft þetta - þetta eru líka friðuð dýr - og, hvernig geta veiðimenn farið svona viðurstyggilega fram gagnvart dýrunum? Við friðun dýranna bætist svo það, að þessar hryllilegu veiðiaðfarir og veiðar eru stranglega bannaðar með lögum. Í grein 21. laga nr. 55/2013 segir: Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti...“, og „Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiðar minka...“. Í 26. grein sömu laga, um föngun villtra dýra, segir: Við föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum, sem valda limlestingum eða kvölum“. Í 27. grein sömu laga, um veiðar, segir: Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum, sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Það er því fullkomlega skýrt, að, þó að selir væru ekki friðaðir, væru þær veiðiaðferðir, sem Fiskistofa leyfir - reyndar í nafni og á vegum atvinnuvegaráðherra - , brot á fjölmörgum lagagreinum og kolólöglegar! Þessi villimennska í veiðum friðaðra sela bætist við langan og ljótan lista okkar Íslendinga á sviði misklunnarleysis gagnvart villtum dýr, ágangs gegn þeim, misþyrminga og níðs: Veiðar stórhvela, sem engin önnur þjóð leyfir veiðar á, en lífið er murkað úr verulegum hluta dýranna með fornaldarlegum hætti, blóðmerahald, sem er óumdeilt kvalræði fyrir dýrin, dýraníð, viðgengst hér í stórum stíl, en enginn önnur Evrópuþjóð leyfir það, dráp á hreinkúm frá 7-8 vikna hreinkálfum, sem varla standa í fæturna og eru engan veginn fullbúnir til að standa á eigin fótum, mjólkur- og móðurlausir, hrynja niður sem slíkir á veturna, við leyfum líka loðdýrahald, þar sem dýrin eru látin húka í vírnetsbúri, rétt sömu stærðar og þau sjálf, mánuðum eða árum saman, tryllast þar mörg af angist og kvalræði og eru svo kæfð til dauða með eiturgasi, en langflestar þjóðir Evrópu hafa bannað það með lögum, eins dettur okkur ekki í hug, að gefa rjúpunni loks grið og frið, eftir gengdarlausa ásókn og árásir áratugum saman, en í byrjun síðustu aldar voru hér 3-5 milljónir rjúpna, en nú er vorstofninn kominn niður í 100 þúsund fugla, og er sá, sem stýrir veiðitillögum, sjálfur rjúpnaveiðimaður. Pólarrefurinn, er líka hundeltur, yrðlingar fangaðir með fótbogum í greni og svo oft barðir til bana með steini, læða oft svelt úr greni og svo skotin og legið fyrir stegg, þegar að hann fer að leita að björg í bú, greni, en þrátt fyrir yfirlegu Umhverfisstofnunar og viðtækar fyrirspurnir um allt land, hefur vart komið upp tjón vegna refs nú í 10 ár. Hvers kona fólk erum við eiginlega, og, hvernig má það vera, að í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar skuli ekki vera stafur – ekki einn – um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Helztu selirnir við Ísland eru landselur og útselur. Um 1980 mun fjöldi þeirra við landið hafa verið um 45 þúsund dýr. Um 2020 var svo komið, að dýrunum hafði fækkað um tvo þriðju; fjöldinn var kominn niður í um 15 þúsund dýr. Enda var þá svo komið, að báðar tegundir höfðu verið settar á válista spendýra (vegna útrýmingarhættu) - já, selirnir eru auðvitað spendýr, eins og reyndar við sjálf. Var landselurinn metinn sem „tegund í hættu“ og útselurinn sem „tegund í nokkurri hættu“. Í framhaldi af því, voru selir friðaðir með reglugerð nr. 1100/2019, um áramótin 2019/2020. Dýrin áttu þá loks að fá grið og frið. Þó að selurinn lifi mest við strendur landsins og í sjó og sæki fæðu sína mest í hafið, er hann landspendýr með svipaða byggingu, vitund, tilfinningalíf og náttúru og önnur landspendýr, t.a.m. hundurinn, enda heitir selur á Þýzku Seehund= sjávarhundur. Í fávísi sínu, eða kannske tilfinningaleysi, gengu menn hér, mikið sjávarbændur og sjómenn, reyndar ýmsir aðrir líka, að selnum sem sjávardýri, nánast einhverjum fiski, sem mæti berja til bana með lurkum eða drekkja – kæfa til bana – í netum, þrátt fyrir það hryllilega dauðastríð, sem slíkar aðfarir ollu dýrunum. Selir eru með háþróuð lungu, og tók dauðastríðið í netum, köfnunin, oft 15-20 mínútur, og, ef dýrið sat fast ofarlega í netinu, náði aðeins að draga andann inn á milli, gat lífsbaráttan staðið klukkutímunum saman, og skárust þá netstrengir oft inn í hold og bein og juku enn á þjáningar og skelfingu, þar til dauðinn líknaði. Í raun er með ólíkindum, að „góðir og gengir“ Íslendingar skuli hafa lagt sig niður við þessar veiðar, með þessum villimannlega hætti, alla vega síðustu áratugi, eftir að skotvopn urðu aðgengileg og almenn. Því miður erum við hér enn mest einir á parti, með þessar hrottalegu veiðiaðferðir, en netveiðar spendýra, þar sem þeim er drekkt og þau nídd til dauða, eru bannaðar í flestum eða öllum siðmenntuðum löndum. Eins og fram kom hér að ofan, áttu blessuðu selirnir loks að fá grið og frið um áramótin 2019/2020, en nýleg athugun mín hjá Fiskistofu sýnir annað. Frá 2020 til dagsins í dag, hefur Fiskistofa veitt undanþágur frá friðun, veiðileyfi til selveiðimanna, og hafa á milli 400 og 500 dýr verið drepin, þrátt fyrir friðun! Til hvers var eiginlega verið að friða? Var þetta bara skrípaleikur? Voru veiðimenn svo illa settir, að þeir þyrftu að halda áfram að drepa sel, lík að hluta til með þessum skelfilegu aðferðum, var það þeirra einasta björg? Af þessum dýrum voru um 40 barin til bana með lurkum og um 50 veidd í net, og þau þannig kæfð til dauða eða þeim drekkt. Hvernig getur Fiskistofa leyft þetta - þetta eru líka friðuð dýr - og, hvernig geta veiðimenn farið svona viðurstyggilega fram gagnvart dýrunum? Við friðun dýranna bætist svo það, að þessar hryllilegu veiðiaðfarir og veiðar eru stranglega bannaðar með lögum. Í grein 21. laga nr. 55/2013 segir: Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti...“, og „Óheimilt er að aflífa dýr með því að drekkja þeim, nema um sé að ræða gildruveiðar minka...“. Í 26. grein sömu laga, um föngun villtra dýra, segir: Við föngun villtra dýra er óheimilt að beita aðferðum, sem valda limlestingum eða kvölum“. Í 27. grein sömu laga, um veiðar, segir: Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum, sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Það er því fullkomlega skýrt, að, þó að selir væru ekki friðaðir, væru þær veiðiaðferðir, sem Fiskistofa leyfir - reyndar í nafni og á vegum atvinnuvegaráðherra - , brot á fjölmörgum lagagreinum og kolólöglegar! Þessi villimennska í veiðum friðaðra sela bætist við langan og ljótan lista okkar Íslendinga á sviði misklunnarleysis gagnvart villtum dýr, ágangs gegn þeim, misþyrminga og níðs: Veiðar stórhvela, sem engin önnur þjóð leyfir veiðar á, en lífið er murkað úr verulegum hluta dýranna með fornaldarlegum hætti, blóðmerahald, sem er óumdeilt kvalræði fyrir dýrin, dýraníð, viðgengst hér í stórum stíl, en enginn önnur Evrópuþjóð leyfir það, dráp á hreinkúm frá 7-8 vikna hreinkálfum, sem varla standa í fæturna og eru engan veginn fullbúnir til að standa á eigin fótum, mjólkur- og móðurlausir, hrynja niður sem slíkir á veturna, við leyfum líka loðdýrahald, þar sem dýrin eru látin húka í vírnetsbúri, rétt sömu stærðar og þau sjálf, mánuðum eða árum saman, tryllast þar mörg af angist og kvalræði og eru svo kæfð til dauða með eiturgasi, en langflestar þjóðir Evrópu hafa bannað það með lögum, eins dettur okkur ekki í hug, að gefa rjúpunni loks grið og frið, eftir gengdarlausa ásókn og árásir áratugum saman, en í byrjun síðustu aldar voru hér 3-5 milljónir rjúpna, en nú er vorstofninn kominn niður í 100 þúsund fugla, og er sá, sem stýrir veiðitillögum, sjálfur rjúpnaveiðimaður. Pólarrefurinn, er líka hundeltur, yrðlingar fangaðir með fótbogum í greni og svo oft barðir til bana með steini, læða oft svelt úr greni og svo skotin og legið fyrir stegg, þegar að hann fer að leita að björg í bú, greni, en þrátt fyrir yfirlegu Umhverfisstofnunar og viðtækar fyrirspurnir um allt land, hefur vart komið upp tjón vegna refs nú í 10 ár. Hvers kona fólk erum við eiginlega, og, hvernig má það vera, að í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar skuli ekki vera stafur – ekki einn – um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd!? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun