Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar 23. maí 2025 12:02 Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er hvorki einfalt né réttlætanlegt að styðja umfang aðgerða Ísraels á Gasa, þar sem ótal saklausir borgarar, þar á meðal tugþúsundir barna, hafa látið lífið. Ósk flestra er einfaldlega sú að ofbeldið hætti. Samt sem áður er brýnt að varpa ljósi á þætti deilunnar sem sjaldan fá umfjöllun – sérstaklega þegar umræða fjölmiðla og stjórnmálamanna draga upp þá einföldu mynd að um sé að ræða einhliða kúgun og slátrun Ísraels á Palestínumönnum. Þann 7. október 2023 hóf Hamas – alþjóðlega skilgreint sem hryðjuverkasamtök – skipulagða og grimmilega innrás í Ísrael. Árásin var umfangsmikil: yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir, þar á meðal börn, fjölskyldur og eldri borgarar. Um 250 manns voru teknir í gíslingu. Þetta var stærsta árás á Ísrael síðan 1948 og leiddi af sér hörð viðbrögð Ísraelsríkis. Í kjölfarið var reynt að ná vopnahléi. Samkomulagið byggði á skilyrðum – gíslaskilum frá Hamas gegn hléi á loftárásum og aukinni hjálparaðstoð. En Hamas stóð ekki við samninginn og hélt áfram að halda mörgum gíslum, þar á meðal konum, börnum og öldruðum. Þetta gróf undan trausti sem var þó lítið fyrir, og Ísrael jók verulega árásir á Gasa eftir brot á vopnahlés samkomulaginu. Alþjóðlegir fjölmiðlar beina nú æ meiri athygli að hörmungum íbúa Gasa – og réttilega. En lítið er fjallað um að Hamas sjálf, sem stjórnar Gasa með harðri hendi, á stóran þátt í þjáningum eigin borgara. Hamas hefur ítrekað hrifsað til sín hjálpargögn og notað sjúkrahús, skóla og moskur sem hernaðarstöðvar – sem er skýrt brot á alþjóðalögum. Þeir skjóta eldflaugum úr íbúðarhverfum og nota almenna borgara sem mannlega skildi, en bregðast svo við sem fórnarlömb þegar árásum er svarað. Ísrael sér í Hamas stöðuga ógn. Svo lengi sem Hamas heldur völdum, er óumflýjanlegt að hryðjuverkaárásir gegn Ísrael muni halda áfram. Opinbert markmið Hamas – og annarra hópa sem styðja þá – er að útrýma Ísraelsríki. Þetta eitt og sér útilokar alla langvarandi friðarsamninga. Þá hefur Hamas vísvitandi hindrað hjálparflutninga frá Egyptalandi og reynt að stjórna aðgangi hjálpargagna eftir eigin hagsmunum. Það sem oft gleymist í umræðunni er að yfirstjórn Hamas býr ekki í Gasa heldur í öruggum og ríkulegum lúxus í Katar og Dúbaí – fjarri sprengjuregninu og eymdinni sem þeir sjálfir halda gangandi. Þaðan stýra þeir stríðinu með pólitískum og hernaðarlegum markmiðum, á meðan börn og ungmenni í Gasa eru notuð sem skjöldur og skotfæri. Fjölmiðlaumfjöllun hér á landi og víða erlendis má því gagnrýna fyrir að draga upp einfalda og tilfinningaþrungna mynd: að Ísrael sé í stríði við aldraða, konur og börn. Slík framsetning hylur óþægilegar en brýnar spurningar: Hvers vegna skilar Hamas ekki gíslunum núna, ef það gæti leitt til vopnahlés og mannúðaraðstoðar? Hvernig fær Hamas áfram vopn og birgðir þrátt fyrir umsátur? Er ekki líklegt að þau berist með hjálpargögnum ef ekkert annað kemst inn á Gasa. Af hverju beinir almenningur ekki reiði sinni að forystu Hamas, sem notar eigið fólk sem skjöld fyrir sinn hernað? Engin réttlæting er fyrir fjöldamorðum eða saklausu mannfalli – sama hvaðan það kemur. Ef við viljum kalla eftir friði og mannúð með trúverðugum hætti, verðum við að horfast í augu við ábyrgð beggja aðila. Þögnin um grimmd Hamas þjónar hvorki sannleikanum né þeim borgurum sem líða mest. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun