Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 22. maí 2025 07:32 Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kynbundið ofbeldi Mansal Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum og er óhætt að segja að það sé ein stærsta áskorun okkar til þess að koma á fullu jafnrétti kynjanna. Ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis er kynferðislegt mansal. Baráttan gegn mansali er brýnt jafnréttismál, en meirihluti þolenda mansals á heimsvísu eru konur og stúlkur og þá ekki síst þegar kemur að kynferðislegu mansali. Ísland er engin undantekning þegar kemur að mansali en hér hefur skipulögð brotastarfsemi aukist verulega og tilkynningum þar sem grunur leikur á mansali hefur fjölgað síðustu ár. Innlendir sem og erlendir brotahópar herja í auknum mæli á Íslands og er landið orðinn áfangastaður fyrir þessa hópa til að stunda iðju sína en ekki bara flutningsleið á milli landa eða heimsálfa. Þessir brotahópar eru margir umsvifamiklir á fíkniefnamörkuðum en þróunin virðist vera í þá átt að nútímabrotastarfsemi einskorðist ekki við einn brotaflokk. Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali. Í dag höldum við jafnréttisþing og er yfirskrift dagsins Mansal; íslenskur veruleiki – áskoranir og leiðir í baráttunni. Þar ætlum við að fræðast um þróun erlendis, norrænan samanburð á aðferðum og hvaða aðferðir hafa reynst gagnlegar í baráttunni. Brýnt að hlúa að þolendum Við eigum að standa vörð um mannréttindi kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra yfir eigin líkama. Kynferðislegt mansal er alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings og hefur afdrifamiklar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinginn og aðra honum nákomna. Brýnt er að hlúa sérstaklega að þolendum mansals og veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar og Viðreisnar legg ég ríka áherslu á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, þar á meðal mansali. Ég hef þegar sett af stað vinnu við tímasetta aðgerðaáætlun um þetta mikilvæga mál, þar sem áhersla verður meðal annars lögð á forvarnir, skilvirkar aðgerðir og stuðning við þolendur. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar