Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:33 Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun