Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar 20. maí 2025 10:30 Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Björn Teitsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun