Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar 16. maí 2025 09:32 Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu skrifaði ég grein sem bar heitið „Lýðræðið er á förum“. Í dag virðist ástæða til að rifja hana upp. Lýðræðið hefur lengi verið talið eitt af grundvallaratriðum vestrænna samfélaga – undirstaða velfarnaðar okkar. Þrátt fyrir það er núverandi mynd þess aðeins um 180 ára gömul. Hugmyndin er sú að almenningur hafi raunveruleg áhrif á ákvarðanir sem snerta líf sitt. En höfum við misst stjórnina? Erum við á leiðinni inn í kerfi þar sem lýðræði þjónar aðeins fáum, sérhagsmunum og peningavöldum? Þegar litið er til baka má sjá að þátttaka fólks í stjórnmálum var áður mun virkari. Fólk bar út blöð, dreifði bæklingum og skipulagði fjáröflun. Á fundum og í umræðu mótaði fólk stefnu sinna flokka. Þetta skapaði sterk tengsl milli flokks og fólks. Flokkarnir byggðu á samstöðu og þátttöku og upp úr þessu starfi fæddust forystumenn með raunverulegan stuðning flokksmanna. Í dag hefur þetta breyst. Stjórnmálaflokkar þurfa ekki lengur á virku grasrótarstarfi að halda. Á síðustu árum hafa þeir fengið um 9 milljarða króna úr ríkissjóði til reksturs. Slíkt fjármagn átti að draga úr þörf þeirra fyrir stuðning frá fyrirtækjum og auðmönnum. Þrátt fyrir það halda stórfyrirtæki áfram að styrkja flokka með milljónagreiðslum. Í stað þess að treysta á fólk snýst baráttan nú um markaðssetningu. Flokkarnir nýta fjármuni í auglýsingar, ráðgjafa og markaðsrannsóknir til að stýra orðræðu og stefnu þannig að hún höfði til kjósenda – oft án raunverulegrar sannfæringar eða langtímahugsunar. Þetta sést vel í Bandaríkjunum þar sem stórir hópar framkvæma kannanir til að finna hvaða mál skipta fólk mestu máli í fylki eða borg og í kjölfarið eru herferðir og ræður sniðnar eftir niðurstöðunum – allt til að fá atkvæði, ekki endilega til að leysa vandann. Þessi þróun dregur úr vægi almennra flokksmanna og eykur völd fárra sérhagsmunaaðila. Kjósendur eru farnir að líta á stjórnmál eins og neytendur sem velja úr tilbúnum vörum, án raunverulegrar aðkomu að mótun þeirra né þekkja innihald. Áður var sagt að enginn kæmist á þing í Bandaríkjunum nema hafa milljónir dollara og banka sem bakhjarla. Ísland virðist stefna sömu leið. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um allan heim veikjast lýðræðislegar stofnanir, fjölmiðlafrelsi er skert, dómstólar orðnir pólitískir og almenningur útilokaður frá ákvarðanatöku. Þó við sjáum þessa þróun virðist enginn bregðast við. Fyrir flokkana er þetta þægilegt ástand. Spurningin er hvort við getum snúið þessari þróun við. Getum við endurvakið raunverulega þátttöku fólks og styrkt lýðræðislegar stofnanir áður en það verður of seint? Lýðræði krefst virkni, ekki þöggunar. Það er ekki nóg að kvarta í hljóði. Við verðum að ræða málin, mynda nýja grasrót og krefjast þess að stjórnmálin þjóni fólkinu. Á meðan við sitjum hjá færist völdin smám saman frá almenningi til fárra. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun