Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar 14. maí 2025 19:03 Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland NATO Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar erindrekar hlutaðeigandi deiluaðila koma saman í Istanbul á morgun, verður það í fyrsta skipti síðan í mars 2022 sem þeir ræða augliti til auglitis um möguleg endalok átakanna í Úkraínu. Samkoman sem slík gæti markað skref í rétta átt, þó ekki væri nema vegna þess að friði í heiminum hefur um nokkurt skeið stafað vaxandi hætta af því eldfima staðgöngustríði sem vestræn ríki og Rússlandi hafa háð á vígvöllum Úkraínu á síðustu ellefu árum. Horfurnar á því að samningar takist gefa þó einungis takmarkað tilefni til bjartsýni. Þegar samninganefndir ræddust við í borginni fögru við Sæviðarsund fyrir þremur árum var staðan öll önnur. Þá þóttust vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, þess fullviss að Úkraína gæti í skjóli þeirra sjálfra sigrast á rússneska innrásarliðinu. Undir því yfirskyni tókst m.a. þáverandi forsætisráðherra Bretlands að fá Úkraínumenn ofan af því að fullgera samkomulag sem haft hefði í för með sér, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að Rússar drægju herlið sitt til baka. Hálfu ári síðar höfðu Rússar innlimað fjögur héruð, til viðbótar Krímskaga, sem áður tilheyrðu Úkraínu. Síðan þá hefur rússneska mulningsvélin skriðið fram jafnt og þétt, en varnir Úkraínu, sem líða fyrir skort á bæði mannafla og skotfærum, að sama skapi látið undan síga. Í ljósi þess að Rússar hafa yfirhöndina, eins og bandarísk stjórnvöld hafa nú opinberlega gengist við, verður að telja hverfandi líkur á að Úkraínu bjóðist sömu býti og í Istanbul síðast. Þessar breyttu aðstæður varpa mikilvægu ljósi á málstað deiluaðila um þessar mundir. Líkt og þeir gerðu áður, leggja Rússar á það megináherslu að grafist verði fyrir rætur átakanna, svo sem boðaða aðild Úkraínu að NATO og áframhaldandi hervæðingu landsins í grennd við rússnesku landamærin. Verði það ekki gert, telja Rússar það litlum tilgangi þjóna að semja um tímabundið vopnahlé, sem Úkraína, studd vestrænum ríkjum, muni vafalítið nota til að endurnýja herafla sinn og þar með framlengja frekar en stytta átökin. Minna þeir á að einmitt það hafi gerst eftir að samið var um Minsk-samkomulagið 2015. Af hálfu vestrænna ríkja, en þó einkum aðildarríkja ESB og Bretlands, er aftur á móti gerð krafa um að samið verði fyrst um sinn um tímabundið vopnahlé og því síðan fylgt eftir með viðræðum um varanlegan frið. Skýringanna er ekki langt að leita. Samkomulag deiluaðila um frið í Úkraínu hefði það óumflýjanlega í för með sér að ganga þyrfti að meginkröfum Rússa, ekki síst um landtöku, en þar með yrði auðmýkjandi uppgjöf Úkraínumanna og bandamanna svo gott sem endanlega færð til bókar. Hafa því Evrópuríkin, en þó einkum valdhafar sem lagt hafa pólitíska stöðu sína að veði, talið mikið til þess vinnandi að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður, en reyna þess í stað að "frysta" átökin um óákveðinn tíma. Atburðarás undanfarinna daga bendir til að þessi umdeilanlega afstaða Evrópuríkjanna hafi nú ratað í ógöngur. Í kjölfar fundar fjögurra leiðtoga með Úkraínuforseta í Kænugarði síðastliðinn laugardag ákváðu ríkin að setja Rússum "afarkosti " um að ganga að kröfu þeirra um 30 daga vopnahlé eða sæta að öðrum kosti vængstýfandi refsiaðgerðum til viðbótar þeim meira en þrjátíu þúsund aðgerðum sem Rússum hefur þegar verið gert að sæta með einungis takmörkuðum árangri. Með þessu ófimlega uppátæki sínu virðast Evrópuríkin nú hafa skorað eftirtektarvert sjálfsmark eftir að Rússar svöruðu með gagntilboði þess efnis að deiluaðilar settust að samningaborði í Istanbul. Bandaríkin sem virtust um stundarsakir styðja hótun Evrópuríkjanna hafa fagnað útspilinu. Af afarkostum Evrópuríkjanna hefur ekki heyrst meira síðan. Þótt samkoman í Istanbul gefi veika von um að takast megi að koma beinum samningaviðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu á laggirnar, ber hún þess merki fyrirfram að hún sé þáttur í pólitískri refskák deiluaðila sem fullvissa vilja heimsbyggðina, hver á sinn hátt, um staðfastan vilja sinn til að koma á friði. Til allrar óhamingju bendir þó fátt til þess að tekist hafi að framkalla þann gagnkvæma skilning, hvað þá traust, sem nauðsynlegur er til að sætta megi hin ólíku sjónarmið, hvað þá skera á hnútinn. Breytist það ekki, virðist full ástæða til að óttast að Rússar fari áfram sínu fram á vígvöllum Úkraínu uns samið verði um frið á forsendum sem þeir sjálfir ákveða. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands, m.a. hjá NATO, S.þ., CSCE og ESB.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun