Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. maí 2025 13:01 Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar