Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. maí 2025 13:01 Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, mánudaginn 12. maí, fögnum við hjúkrunarfræðingar um allan heim alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga. Í ár leggur Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) sérstaka áherslu á að heilsa og vellíðan hjúkrunarfræðinga sé sett í forgang. Heilbrigði og starfsgeta hjúkrunarfræðinga er nefnilega nátengd bæði afkomu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins í heild. Því ef eru ekki hjúkrunarfræðingar að störfum, getum við ekki haldið upp þeirri heilbrigðisþjónustu sem við þurfum. Hér, eins og víða annars staðar í heiminum, er skortur á hjúkrunarfræðingum. Skorturinn hefur þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi og samfélagið í heild. Því miður náum við ekki að mennta nægilega marga hjúkrunarfræðinga hérlendis til að mæta þessum skorti og ljóst að við þurfum að fá hjúkrunarfræðinga að erlendu þjóðerni til að flytjast til landsins og starfa með okkur. Á síðustu 3 árum hefur fjöldi þeirra vaxið hér á landi úr 6% í 11% af starfandi hjúkrunarfræðingum en á sama tíma fjölgaði hjúkrunarfræðingum í heildina um 3% árlega. Tæplega þriðjungur starfsleyfa hjúkrunarfræðinga er gefin út til hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni hjá embætti landlæknis. Það er því brýnt að við tökum vel á móti þeim með tilheyrandi inngildingu í samfélagið. Við á Íslandi erum í þeirri forréttindastöðu að vera nokkrum árum á eftir hinum Norðurlöndunum í þessari þróun og getum því lært mikið af reynslu þeirra. Við þurfum sérstaklega að læra af mistökum danskra yfirvalda frá 2023 þar sem þá var felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu. Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga. Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk? Eðlismunur Borið hefur á því að hér á landi sé skipulagður innflutningur á hjúkrunarfræðingum frá öðrum löndum og er það fyrirbæri sem nágrannalöndin okkar þekkja vel. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út alþjóðlegar reglur sem þjóðir heimsins eru hvattar til að fara eftir og uppfylla þannig skuldbindingar um siðferðileg vinnubrögð og jafnan rétt við ráðningar hjúkrunarfræðinga á milli landa. Ástæðan er m.a. að ekki er forsvaranlegt að ríkari þjóðir safni til sín hjúkrunarfræðingum frá þjóðum sem þurfa enn meira á þeim að halda og stuðla þannig að alþjóðlegum heilsuójöfnuði. Það er eðlismunur á skipulögðum innflutningi hjúkrunarfræðinga til vinnu og að þeir kjósi að taka þátt í nýju samfélagi. Skipulagðar ráðningar hjúkrunarfræðinga milli landa er ekki sjálfbær lausn heldur eingöngu flutningur á mönnunarvanda á milli landa. Þau dæmi sem við hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) höfum séð, hringja stórum viðvörunarbjöllum um á hvaða leið við erum í þessu landi. Við höfum dæmi um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni séu lægra launasettir en þeim ber og er það algjörlega óásættanlegt. Einnig höfum við upplýsingar um að þeim sé boðið t.d. húsnæði ef þeir flytji til Íslands og vaknar þá óneitanlega upp spurningin hvers vegna ekki er hægt að bjóða sömu úrræði til þeirra íslensku hjúkrunarfræðinga sem þegar eru hér en eru í öðrum störfum. Eflaust spilar þar inn í að ráðningarskrifstofur sem annars standa á bakvið slíkar skipulagðar ráðningar hagnast nú ekki á því. Í ljósi reynslu annarra Norðurlanda og reglum WHO þá hafnar Fíh alfarið skipulögðum ráðningum hjúkrunarfræðinga á milli landa. Þeir sem hingað koma af sjálfsdáðum eru velkomnir en þeim þarf að tryggja fullnægjandi stuðning varðandi starfs- og menningarbundna þætti, fullnægjandi íslenskukennslu, sanngjörn laun og öruggt starfsumhverfi. Þá fyrst geta allir verið jafnir, þjóðerni á ekki að skipta máli og þannig á það að vera í okkar velferðarþjóðfélagi. Það verður ekki nógu oft sagt en Ísland, líkt og allar aðrar þjóðir, eiga að geta staðið undir sínum eigin mannafla hjúkrunarfræðinga með því að bjóða upp á samkeppnishæf laun og starfsaðstæður. Hlúa þarf betur að stéttinni og halda henni í starfi. Það er hagfræðilega hagkvæmara en að leita skyndilausna sem skipulagður innflutningur mannafla felur í sér. Fjárfesting í heilsu og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er fjárfesting í öflugu heilbrigðiskerfi til framtíðar. Þannig getum við betur tekist á við hækkandi aldur þjóðarinnar, fjölgun langvinnra sjúkdóma og auknar kröfur um sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Til hamingju með daginn kæru hjúkrunarfræðingar! Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun