Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar 10. maí 2025 14:30 Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun