Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar 10. maí 2025 08:30 Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun