Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson, Sverrir Páll Einarsson, Alexander Hauksson, Ingvar Þóroddsson, María Ellen Steingrimsdóttir, Oddgeir Páll Georgsson og Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifa 9. maí 2025 10:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Ingvar Þóroddsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun