Lífið

Björg­ólfur og Kristín í fimm­tugs­af­mæli Beckham

Lovísa Arnardóttir skrifar
Kristín deildi mynd af sér á leið í veisluna og til hægri má svo sjá mynd sem Beckham sjálfur deildi af afmælisviðburði í vikunni.
Kristín deildi mynd af sér á leið í veisluna og til hægri má svo sjá mynd sem Beckham sjálfur deildi af afmælisviðburði í vikunni. Instagram

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi.

Kristín deildi mynd af sér í story á Instagram um helgina en á Instagram reikningi fótboltamannsins mátti sjá að hann hélt veislu fyrir fjölskyldu og vini fyrr í vikunni.

Fjallað er um veisluna í breskum miðlum. Þar kemur fram að veislan hafi verið haldin á Michelin veitingastaðnum Core by Clare Smith í Notting Hill í London.

Þar kemur einnig fram að fjölskyldan hafi öll verið viðstödd í veislunni en David og eiginkona hans, fatahönnuðurinn og kryddpían Victoria, eiga saman fjögur börn. Elsti sonur þeirra, Brooklyn, var þó vant við látinn. Auk fjölskyldumeðlima voru einnig í veislunni leikararnir Tom Cruise og Eva Longoria, leikstjórinn Guy Ritchie og kokkurinn knái Gordon Ramsay. Þar var einnig að finna fyrrum fótboltafélaga Beckham Gary Neville.

Í frétt breska blaðsins Mirror segir að lögregla hafi stöðvað veisluna um klukkan þrjú í nótt vegna hávaða.

Björgólfur hefur verið í fréttum síðastliðna viku vegna njósna sem hann er sagður hafa greitt fyrir haustið 2012. Fjallað var um málið í Kveik síðasta þriðjudag. Varðstjóri var leystur frá störfum vegna njósnanna og ríkislögreglustjóri sagði í vikunni embættið þurfa að endurskoða aukastörf lögreglumanna.


Tengdar fréttir

Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs

Það var mikið um dýrðir í fimmtugsafmæli athafnakonunnar Kristínar Ólafsdóttur, eiginkonu Björgólfs Thors Björgólfssonar, um helgina en samkvæmt færslum á samfélagsmiðlum var afmælið hið glæsilegasta og stjörnum prýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.